Rjúpnaveiðin hófst í morgun Karl Lúðvíksson skrifar 28. október 2011 11:05 Rjúpnaveiðar hófust í morgun og viðraði vel til veiða víðast hvar á landinu. En veðrið um helgina er ekkert sérstakt og frekar slakt til rjúpnaveiða, menn geta þá bara vonað að næstu þrjár helgar verði skárri. Veiðidagarnir eru níu og menn eru hvattir til að gæta hófs við veiðarnar enda stofnin í lægð. Skyttur ræða sín á milli hversu mikið ref hefur fjölgað á landinu og víða er hann orðinn svo spakur að fólk kemst ansi nálægt honum áður en hann tekur til fótana. Refastofnin telur um 8000 dýr, að talið sé, í dag og hefur honum fjölgað jafnt og þétt frá áttunda áratugnum. Um 800 veiðikort hafa verið gefin út sem er umtalsverð fækkun frá þvíí fyrra og ljóst að margir veiðimenn ætla að snúa sér að annari bráð fyrir jólin. Við heyrðum í einum sem hefur alltaf farið á rjúpu en sleppir því í ár og ætlar að ná í önd í staðinn, enda er hún ekki síðri villibráð og ekki í neinni lægð. Það er mikið af skemmtilegum möguleikum til andaveiða víða um landið og það er kannski spurning hvort þetta sé það sem koma skal í jólahaldi landans? Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði
Rjúpnaveiðar hófust í morgun og viðraði vel til veiða víðast hvar á landinu. En veðrið um helgina er ekkert sérstakt og frekar slakt til rjúpnaveiða, menn geta þá bara vonað að næstu þrjár helgar verði skárri. Veiðidagarnir eru níu og menn eru hvattir til að gæta hófs við veiðarnar enda stofnin í lægð. Skyttur ræða sín á milli hversu mikið ref hefur fjölgað á landinu og víða er hann orðinn svo spakur að fólk kemst ansi nálægt honum áður en hann tekur til fótana. Refastofnin telur um 8000 dýr, að talið sé, í dag og hefur honum fjölgað jafnt og þétt frá áttunda áratugnum. Um 800 veiðikort hafa verið gefin út sem er umtalsverð fækkun frá þvíí fyrra og ljóst að margir veiðimenn ætla að snúa sér að annari bráð fyrir jólin. Við heyrðum í einum sem hefur alltaf farið á rjúpu en sleppir því í ár og ætlar að ná í önd í staðinn, enda er hún ekki síðri villibráð og ekki í neinni lægð. Það er mikið af skemmtilegum möguleikum til andaveiða víða um landið og það er kannski spurning hvort þetta sé það sem koma skal í jólahaldi landans?
Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði