Fótbolti

Þriðja tapið í röð hjá Kristianstad - Sif fékk rautt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sif Atladóttir.
Sif Atladóttir. Mynd/Vilhelm
Kristianstad, lið Elísarbetar Gunnarsdóttur, tapaði 2-3 á móti Kopparbergs/Göteborg á útivelli í sænska kvennafótboltanum í kvöld. Sif Atladóttir var rekin útaf tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Þetta var þriðja tap Kristianstad í röð en liðið er í sjöunda sæti. Kopparbergs/Göteborg komst hinsvegar á topp deildarinnar með þessum sigri en liðið er með tveggja stiga forskot á LdB FC Malmö sem á leik inni á morgun.

Kristianstad komst 2-1 yfir í leiknum en Kopparbergs/Göteborg jafnaði og tryggði sér síðan sigurinn fjórum mínútum fyrir leikslok. Sif fékk tvö gul spjöld í seinni hálfleik og það seinna fór á loft á 70. mínútu en staðan var þá 2-2.

Margrét Lára Viðarsdóttir, Erla Steina Arnardóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir spiluðu allan leikinn hjá Kristianstad. Margrét Lára lagði upp fyrsta markið fyrir fyrirliðann Susanne Moberg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×