Handbolti

Fram og Valur unnu bæði stóra sigra í kvennahandboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagný Skúladóttir.
Dagný Skúladóttir. Mynd/Vilhelm
Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Fram unnu stóra sigra á útivelli í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld. Valur vann 16 marka sigur á Gróttu á Seltjarnarnesi og Fram vann 14 marka sigur á FH í Kaplakrika.

Valur vann 41-25 sigur á Gróttu eftir að hafa verið 21-12 yfir í hálfleik. Valskonur hafa þar með unnið þrjá fyrstu leiki sína og alla með átta mörkum eða meira. Það er því ljóst að Íslandsmeistarnarnir eru í góðum gír og líklegir til að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð.

Fram vann 30-16 sigur á FH eftir að hafa verið 16-10 yfir í hálfleik. Framkonur töpuðu óvænt á móti HK í fyrsta leik og unnu því fyrsta deildarsigur vetrarins í Kaplakrikanum í kvöld. Elísabet Gunnarsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Fram í kvöld og Birna Berg Haraldsdóttir var með fimm mörk.

FH-Fram 16-30 (10-16)

Mörk FH: Ingibjörg Pálmadóttir 5, Birna Íris Helgadóttir 4, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Indíana Nanna Jóhannsdóttir 1, Sigrún Jóhannsdóttir 1, Hind Hannesdóttir 1.

Mörk Fram: Elísabet Gunnarsdóttir 7, Birna Berg Haraldsdóttir 5, Ásta Birna Gunnarsdóttir 4, Marthe Sördal 3, Stella Sigurðardóttir 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Sunna Jónsdóttir 3, Anna María Guðmundsdóttir 1, Karólína Vilborg Torfadóttir 1.

Grótta-Valur 25-41 (12-21)

Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 7, Guðríður Ósk Jónsdóttir 4, Elín Helga Jónsdóttir 3, Ásgerður Dúa Jóhannesdóttir 3, Sigrún Birna Arnardóttir 3, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 2, Rebekka Guðmundsdóttir 1.

Mörk Vals: Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 9, Karólína B. Gunnarsdóttir 8, Dagný Skúladóttir 8, Arndís María Erlingsdóttir 5, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 4, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 3, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2, Kristín Guðmundsdóttir 1, Nataly Sæunn Valencia 1,








Fleiri fréttir

Sjá meira


×