Rannsakar þolendur snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri 14. október 2011 20:00 Margir þeirra sem lentu í snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri fyrir 16 árum og aðstandendur þeirra þjást enn af áfallastreituröskun og öðrum kvillum sem rekja má til hamfaranna. Þetta kemur fram í nýrri doktorsritgerð Eddu Bjarkar Þórðardóttur, doktorsnema í lýðheilsuvísindum og sálfræði við Háskóla Íslands. Edda kynnti í dag frumniðurstöður rannsóknar á langtíma heilsufarslegum afleiðingum snjóflóðanna sem féllu í Súðavík og á Flateyri árið 1995 á þolendur þeirra, en hún segist sjá vísbendingar þess að eftirköstin geti verið langvinn. Sem dæmi um eftirköst nefnir Edda endurupplifun áfallsins, flótta frá hugsunum og atburðum sem tengist áfallinu, og ofurárvekni. Þá voru þolendurnir einnig líklegri en aðrir til að meta heilsu sína slæma og þjást af ýmsum heilsufarslegum kvillum. Hlutfall þessara einstaklinga þykir fremur hátt miðað við sambærilegar erlendar rannsóknir, en Edda segir einmitt skort vera á þeim. „Flestar rannsóknir eru að kanna tíðni einkenna áfallastreitu einu til tveimur árum eftir áfallið, en við vitum lítið um langtíma framvindu áfallastreitu." Markmið Eddu með rannsókninni er að bæta eftirfylgni við þolendur náttúruhamfara og aðra sem hafa orðið fyrir alvarlegum áföllum. „Við náttúrulega búum á Íslandi og það má búast við því að náttúruhamfarir verði hér aftur." Doktorsritgerðin verður fullunnin í vor og þá verða niðurstöður hennar kynntar bæði í Reykjavík og fyrir Vestan. Snjóflóðin á Flateyri 1995 Snjóflóðin í Súðavík 1995 Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Margir þeirra sem lentu í snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri fyrir 16 árum og aðstandendur þeirra þjást enn af áfallastreituröskun og öðrum kvillum sem rekja má til hamfaranna. Þetta kemur fram í nýrri doktorsritgerð Eddu Bjarkar Þórðardóttur, doktorsnema í lýðheilsuvísindum og sálfræði við Háskóla Íslands. Edda kynnti í dag frumniðurstöður rannsóknar á langtíma heilsufarslegum afleiðingum snjóflóðanna sem féllu í Súðavík og á Flateyri árið 1995 á þolendur þeirra, en hún segist sjá vísbendingar þess að eftirköstin geti verið langvinn. Sem dæmi um eftirköst nefnir Edda endurupplifun áfallsins, flótta frá hugsunum og atburðum sem tengist áfallinu, og ofurárvekni. Þá voru þolendurnir einnig líklegri en aðrir til að meta heilsu sína slæma og þjást af ýmsum heilsufarslegum kvillum. Hlutfall þessara einstaklinga þykir fremur hátt miðað við sambærilegar erlendar rannsóknir, en Edda segir einmitt skort vera á þeim. „Flestar rannsóknir eru að kanna tíðni einkenna áfallastreitu einu til tveimur árum eftir áfallið, en við vitum lítið um langtíma framvindu áfallastreitu." Markmið Eddu með rannsókninni er að bæta eftirfylgni við þolendur náttúruhamfara og aðra sem hafa orðið fyrir alvarlegum áföllum. „Við náttúrulega búum á Íslandi og það má búast við því að náttúruhamfarir verði hér aftur." Doktorsritgerðin verður fullunnin í vor og þá verða niðurstöður hennar kynntar bæði í Reykjavík og fyrir Vestan.
Snjóflóðin á Flateyri 1995 Snjóflóðin í Súðavík 1995 Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira