Schumacher sexfaldur sigurvegari á Suzuka brautinni 3. október 2011 16:00 Michael Schmacher í myndatöku með áhorfanda í Singapúr á dögunum. Schumacher féll úr leik í þeirri keppni. AP MYND: Eugene Hoshiko Michael Schumacher hjá Mercedes liðinu er sá Formúlu 1 ökumaður sem hefur oftast fagnað sigri á Suzuka-brautinni í Japan, en keppt verður á brautinni um næstu helgi. Mótið er það fyrsta í Asíu á árinu, en keppt verður í Suður Kóreu um aðra helgi. Brautin í Suzuka er í uppáhaldi hjá mörgum ökumönnum, og Nico Rosberg liðsfélagi Schumacher, telur hana eina af þeim bestu sem notuð er á keppnistímabilinu, rétt eins og Schumacher. Á síðustu tíu árum hefur sá ökumaður sem hefur verið fremstur á ráslínu fagnað sigri í mótinu á Suzuka í 75% tilfella, samkvæmt fréttatilkynningu frá Mercedes. „Suzuka er mjög sérstök braut og ég á góðar minningar frá frábærum mótum gegnum tíðina. Ég nýt þess að keppa á brautinni og að stilla bílnum upp á réttan hátt, til að ná því besta út úr honum á braut sem reynir á," sagði Schumacher. Suzuka-brautinni er sú eina sem liggur nærri því að vera í laginu eins og átta, en keyrt er yfir og undir brú á mótssvæðinu. „Fyrsti hluti brautarinnar er frábær. Háhraða beygjur og blönduð útgáfa af beygjum þýða að Suzuka er ein besta brautin á tímabilinu og ein af þeim sem er í uppáhaldi hjá mér. Við munum vinna af kappi um helgina og vonandi getum við sýnt styrk og náð í stig," sagði Schumacher. Rosberg telur erfitt að fara framúr á brautinni, en með notkun stillanlegs afturvængs í ár gæti orðið breyting á möguleikum ökumanna. Með því að breyta afstöðu afturvængs, þá getur ökumaður aukið hámarkshraða bílsins á tilteknu svæði í kappakstrinum og notkun afturvængsins er frjáls á æfingum og í tímatökunni. „Ég nýt þess ætíð að heimsækja Japan vegna japanska kappakstursins og Suzuka er frábær braut. Ég tel hana eina af bestu brautunum á Formúlu 1 mótaskránni og þetta er braut sem allir ökumenn hafa yndi af að keyra", sagði Rosberg. Hann telur legu brautarinnar reyna mikið á ökumenn, bæði háhraða beygjurnar og krappari beygjurnar. „Það hefur verið erfitt að fara framúr gegnum tíðina og það verður því áhugavert að sjá hvernig nýju reglurnar virka. Ég hef yndi af stemmningunni í Japan og áhorfendur eru virkilega áhugasamir í stuðningi sínum", sagði Rosberg og sagðist vonast eftir að mótið yrði gott fyrir heimamenn og að liðið næði hagstæðum úrslitum. Formúla Íþróttir Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Michael Schumacher hjá Mercedes liðinu er sá Formúlu 1 ökumaður sem hefur oftast fagnað sigri á Suzuka-brautinni í Japan, en keppt verður á brautinni um næstu helgi. Mótið er það fyrsta í Asíu á árinu, en keppt verður í Suður Kóreu um aðra helgi. Brautin í Suzuka er í uppáhaldi hjá mörgum ökumönnum, og Nico Rosberg liðsfélagi Schumacher, telur hana eina af þeim bestu sem notuð er á keppnistímabilinu, rétt eins og Schumacher. Á síðustu tíu árum hefur sá ökumaður sem hefur verið fremstur á ráslínu fagnað sigri í mótinu á Suzuka í 75% tilfella, samkvæmt fréttatilkynningu frá Mercedes. „Suzuka er mjög sérstök braut og ég á góðar minningar frá frábærum mótum gegnum tíðina. Ég nýt þess að keppa á brautinni og að stilla bílnum upp á réttan hátt, til að ná því besta út úr honum á braut sem reynir á," sagði Schumacher. Suzuka-brautinni er sú eina sem liggur nærri því að vera í laginu eins og átta, en keyrt er yfir og undir brú á mótssvæðinu. „Fyrsti hluti brautarinnar er frábær. Háhraða beygjur og blönduð útgáfa af beygjum þýða að Suzuka er ein besta brautin á tímabilinu og ein af þeim sem er í uppáhaldi hjá mér. Við munum vinna af kappi um helgina og vonandi getum við sýnt styrk og náð í stig," sagði Schumacher. Rosberg telur erfitt að fara framúr á brautinni, en með notkun stillanlegs afturvængs í ár gæti orðið breyting á möguleikum ökumanna. Með því að breyta afstöðu afturvængs, þá getur ökumaður aukið hámarkshraða bílsins á tilteknu svæði í kappakstrinum og notkun afturvængsins er frjáls á æfingum og í tímatökunni. „Ég nýt þess ætíð að heimsækja Japan vegna japanska kappakstursins og Suzuka er frábær braut. Ég tel hana eina af bestu brautunum á Formúlu 1 mótaskránni og þetta er braut sem allir ökumenn hafa yndi af að keyra", sagði Rosberg. Hann telur legu brautarinnar reyna mikið á ökumenn, bæði háhraða beygjurnar og krappari beygjurnar. „Það hefur verið erfitt að fara framúr gegnum tíðina og það verður því áhugavert að sjá hvernig nýju reglurnar virka. Ég hef yndi af stemmningunni í Japan og áhorfendur eru virkilega áhugasamir í stuðningi sínum", sagði Rosberg og sagðist vonast eftir að mótið yrði gott fyrir heimamenn og að liðið næði hagstæðum úrslitum.
Formúla Íþróttir Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira