Merritt keppir á ÓL í London þrátt fyrir skrautlegt lyfjamál Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 6. október 2011 12:15 Bandaríski hlauparinn LaShawn Merrittm hér fyrir miðju, féll á lyfjaprófi vegna notkunar á lyfi sem átti að stækka getnaðarlim hans. AP Bandaríski hlauparinn LaShawn Merritt getur mætt í titilvörnina í 400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í London á næsta ári þrátt fyrir að hann hafi fallið á lyfjaprófi í apríl 2010. Í kjölfarið fékk hann tveggja ára keppnisbann og átti þar með einnig að fá sjálfkrafa keppnisbann á næstu ólympíuleikum. Meritt og bandaríska ólympíunefndin áfrýjuðu þeirri reglu til gerðardóms sem úrskurðaði Meritt í hag. Samkvæmt reglum sem tóku gildi árið 2008 geta íþróttamenn sem fá 6 mánaða keppnisbann eða lengra ekki tekið þátt á Ólympíuleikum. Með þessari reglu átti að senda skýr skilaboð til þeirra sem ætluðu sér að hafa rangt við með notkun á ólöglegum lyfjum. Lyfjamál Merritt er allt hið vandræðalegasta. Hann reyndist hafa tekið inn lyfið ExtenZe sem hann notaði í góðri trú að það myndi stækka getnarlim hans. Engum sögum fer af áhrifum lyfsins. Það inniheldur steralyfið dehydroepiandrosterone sem er á bannlista Alþjóða Ólympíunefndarinnar, IOC, og Meritt féll á lyfjaprófi í kjölfarið. Gerðardómur komst að þeirri niðurstöðu að hin umdeilda regla nr. 45 sem IOC setti árið 2008 standist ekki lög. Keppnisbann Merritt var stytt í 21 mánuð og lauk hann „afplánun“ fyrr á þessu ári. Helstu rök bandarísku ólympíunefndarinnar í málinu voru þau að Merritt hefði tekið út sína refsingu með tæplega tveggja ára keppnisbanni og að IOC væri að refsa honum á ný með því að banna honum að taka þátt á ÓL í London á næsta ári. Dómurinn mun eflaust hafa þau áhrif að fleiri íþróttamenn sem draga á eftir sér miður skemmtilega „lyfjasögu“ fái þrátt fyrir allt að taka þátt á ÓL 2012. Frá því að keppnsibanninu var aflétt hjá Merritt hefur hann tekið þátt á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Suður-Kóreu í ágúst. Þar var hann annar í 400 metra hlaupinu á eftir Kirani James frá Grenada. Merritt vann til gullverðlauna með bandarsku boðhlaupssveitinni í 4x400 m. Erlendar Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Bandaríski hlauparinn LaShawn Merritt getur mætt í titilvörnina í 400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í London á næsta ári þrátt fyrir að hann hafi fallið á lyfjaprófi í apríl 2010. Í kjölfarið fékk hann tveggja ára keppnisbann og átti þar með einnig að fá sjálfkrafa keppnisbann á næstu ólympíuleikum. Meritt og bandaríska ólympíunefndin áfrýjuðu þeirri reglu til gerðardóms sem úrskurðaði Meritt í hag. Samkvæmt reglum sem tóku gildi árið 2008 geta íþróttamenn sem fá 6 mánaða keppnisbann eða lengra ekki tekið þátt á Ólympíuleikum. Með þessari reglu átti að senda skýr skilaboð til þeirra sem ætluðu sér að hafa rangt við með notkun á ólöglegum lyfjum. Lyfjamál Merritt er allt hið vandræðalegasta. Hann reyndist hafa tekið inn lyfið ExtenZe sem hann notaði í góðri trú að það myndi stækka getnarlim hans. Engum sögum fer af áhrifum lyfsins. Það inniheldur steralyfið dehydroepiandrosterone sem er á bannlista Alþjóða Ólympíunefndarinnar, IOC, og Meritt féll á lyfjaprófi í kjölfarið. Gerðardómur komst að þeirri niðurstöðu að hin umdeilda regla nr. 45 sem IOC setti árið 2008 standist ekki lög. Keppnisbann Merritt var stytt í 21 mánuð og lauk hann „afplánun“ fyrr á þessu ári. Helstu rök bandarísku ólympíunefndarinnar í málinu voru þau að Merritt hefði tekið út sína refsingu með tæplega tveggja ára keppnisbanni og að IOC væri að refsa honum á ný með því að banna honum að taka þátt á ÓL í London á næsta ári. Dómurinn mun eflaust hafa þau áhrif að fleiri íþróttamenn sem draga á eftir sér miður skemmtilega „lyfjasögu“ fái þrátt fyrir allt að taka þátt á ÓL 2012. Frá því að keppnsibanninu var aflétt hjá Merritt hefur hann tekið þátt á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Suður-Kóreu í ágúst. Þar var hann annar í 400 metra hlaupinu á eftir Kirani James frá Grenada. Merritt vann til gullverðlauna með bandarsku boðhlaupssveitinni í 4x400 m.
Erlendar Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira