Óvænt truflun á veiðistað Karl Lúðvíksson skrifar 21. september 2011 21:43 Á maður einhvern tímann von á því að einhver renni sér á Jet Ski yfir veiðistaðinn sem verið er að veiða? Mynd úr safni Veiðimaður sem átti Þrastalundarsvæðið í Soginu byrjaði laugardaginn vel og fékk tvo laxa. Um hádegisbil gerðist hins vegar nokkuð sem gerði út af við alla veiði. Það var mikið líf á svæðinu um morguninn og náðu veiðimenn tveimur löxum í Kúagili. Áttu þeir von á nokkuð líflegum eftirmiðdegi þegar að gúmbátur og Jet-Ski komu á fullri ferð upp flúðirnar og námu staðar á tökustaðnum í Kúagilinu. Eftir þetta var úti um alla veiðimöguleika. Verið er að kanna málið hvað þarna gerðist, en líkur eru á því að á ferð hafi verið björgunarsveitarmenn frá Árborg á æfingu. Forsvarsmönnum SVFR hefur verið falið að kanna málið nánar. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Setbergsá: 99% á maðkinn Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Veiðisvæðið við Borg eitt það gjöfulasta á landinu Veiði
Veiðimaður sem átti Þrastalundarsvæðið í Soginu byrjaði laugardaginn vel og fékk tvo laxa. Um hádegisbil gerðist hins vegar nokkuð sem gerði út af við alla veiði. Það var mikið líf á svæðinu um morguninn og náðu veiðimenn tveimur löxum í Kúagili. Áttu þeir von á nokkuð líflegum eftirmiðdegi þegar að gúmbátur og Jet-Ski komu á fullri ferð upp flúðirnar og námu staðar á tökustaðnum í Kúagilinu. Eftir þetta var úti um alla veiðimöguleika. Verið er að kanna málið hvað þarna gerðist, en líkur eru á því að á ferð hafi verið björgunarsveitarmenn frá Árborg á æfingu. Forsvarsmönnum SVFR hefur verið falið að kanna málið nánar. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Setbergsá: 99% á maðkinn Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Veiðisvæðið við Borg eitt það gjöfulasta á landinu Veiði