Misskipt veðurguða gæðum Af Vötn og Veiði skrifar 23. september 2011 09:33 Eðvarð Eyfjörð Axelsson með Maríulaxinn, úr Verpinu í Álftá Mynd: Jón Eyfjörð af www.votnogveidi.is Á sama tíma og einn okkar úr VoV-liðinu var við veiðiskap í Straumfjarðará eftir stóru lægðina um helgina, var annar okkar VoV-verja að læðast á tánum við Álftá á Mýrum, þar sem ekki var að sjá að rignignardropi hefði fallið. Hvað ætli sé lengi keyrt milli Álftár og Straumfjarðarár? Varla er það meira en 15-20 mínútur og víst var veðurhamur víða mikill og sums staðar mikil rigning samhliða. Þegar ekið var vestur Mýrarnar á mánudagsmorgni, eftir veðurhvellinn, mátti sjá að það var sami ræfildómurinn á vatnsbúskap Langár, Urriðaár og Álftár og hafði verið lengi, en þegar vestar dró stóð heima að staðan var allt önnur og breytt frá því sem verið hafði. Hítará, Haffjarðará og Straumfjarðará voru allar hinar veiðilegustu og hafði hækkað nokkuð í þeim. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/4035 Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði
Á sama tíma og einn okkar úr VoV-liðinu var við veiðiskap í Straumfjarðará eftir stóru lægðina um helgina, var annar okkar VoV-verja að læðast á tánum við Álftá á Mýrum, þar sem ekki var að sjá að rignignardropi hefði fallið. Hvað ætli sé lengi keyrt milli Álftár og Straumfjarðarár? Varla er það meira en 15-20 mínútur og víst var veðurhamur víða mikill og sums staðar mikil rigning samhliða. Þegar ekið var vestur Mýrarnar á mánudagsmorgni, eftir veðurhvellinn, mátti sjá að það var sami ræfildómurinn á vatnsbúskap Langár, Urriðaár og Álftár og hafði verið lengi, en þegar vestar dró stóð heima að staðan var allt önnur og breytt frá því sem verið hafði. Hítará, Haffjarðará og Straumfjarðará voru allar hinar veiðilegustu og hafði hækkað nokkuð í þeim. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/4035 Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði