Breiðdalsá að slá metið um tæpa 200 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 23. september 2011 09:37 Mynd af www.strengir.is Breiðdalsá er komin í um 1350 laxa sem er vel yfir fyrra met sem er 1178 laxar frá því í fyrra og ekkert lát á veiðinni þar. Til dæmis veiddust 30 laxar í gær í Breiðdalsá og hann er ennþá að ganga, líkt og einnig á Jöklusvæðinu sem er komið í 525 laxa með Fögruhlíðará. Þar komu 12 laxar á land í gær þrátt fyrir yfirfall enda er veiðin nú að mestu í hliðarám sem renna í Jöklu ásamt Föruhlíðará sem rennur beint til sjávar og er ekki tengd heldur jökulvatninu. Síðasta holl í Tungulæk fékk 21 sjóbirting á tveim dögum og upp í 84 cm bolta stærst. En það sem var merkilegast var að nokkrir þeirra fengust á þurrflugu og hefur það verið heldur betur fjör að ná honum þannig. Þða eru lausar 2-3 stangir í lokahollinu 26-29 september í Breiðdalsá, og einnig töluvert á Jöklusvæðinu til loka september. Tungulækur hefur lausa daga á bilinu 2-5 október og að lokum 15-20 október er veiði lýkur þar. Birt með góðfúslegu leyfi Strengja Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Setbergsá: 99% á maðkinn Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Veiði hefst á föstudaginn í Ytri Rangá Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði
Breiðdalsá er komin í um 1350 laxa sem er vel yfir fyrra met sem er 1178 laxar frá því í fyrra og ekkert lát á veiðinni þar. Til dæmis veiddust 30 laxar í gær í Breiðdalsá og hann er ennþá að ganga, líkt og einnig á Jöklusvæðinu sem er komið í 525 laxa með Fögruhlíðará. Þar komu 12 laxar á land í gær þrátt fyrir yfirfall enda er veiðin nú að mestu í hliðarám sem renna í Jöklu ásamt Föruhlíðará sem rennur beint til sjávar og er ekki tengd heldur jökulvatninu. Síðasta holl í Tungulæk fékk 21 sjóbirting á tveim dögum og upp í 84 cm bolta stærst. En það sem var merkilegast var að nokkrir þeirra fengust á þurrflugu og hefur það verið heldur betur fjör að ná honum þannig. Þða eru lausar 2-3 stangir í lokahollinu 26-29 september í Breiðdalsá, og einnig töluvert á Jöklusvæðinu til loka september. Tungulækur hefur lausa daga á bilinu 2-5 október og að lokum 15-20 október er veiði lýkur þar. Birt með góðfúslegu leyfi Strengja
Stangveiði Mest lesið Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Setbergsá: 99% á maðkinn Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði 60 milljón króna tilboð í Hítará Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Veiði hefst á föstudaginn í Ytri Rangá Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði