Stewart: Hamilton þarf að skoða hugarástand sitt 26. september 2011 14:25 Lewis Hamilton ekur með McLaren Formúlu 1 liðinu. AP MYND: Eugene Hoshiko Jackie Stewart sem er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hjá McLaren þurfi að nálgast aksturinn á annan hátt í mótum en raunin er á köflum. Hamilton ók aftan á Ferrari ökumanninn Felipe Massa í keppninni í Singapúr í gær og hefur lent í óhöppum á þessu ári sem hann var valdur að. „Ég er dálítið áttaviltur af því hann (Hamilton) kann að keyra og hefur mikla hæfileika frá náttúrunnar hendi. En ef hann á að verða framúrskarandi ökumaður, þá getur hann ekki verið að lenda í ógöngum hvað eftir annað. Frægustu ökumennirnir voru ekki að upplifa slíkt", sagði Stewart í frétt á autosport.com um Hamilton. Massa var mjög ósáttur við aksturslag Hamilton í mótinu í Singapúr, en áreksturinn á milli þeirra sprengdi afturdekk á bíl Massa, en framvængurinn brotnaði á bíl Hamilton. „Hann hefur allt til að bera, en einhvern veginn þá dettur hann úr gír andlega séð, eins og í Singapúr, í tímatökunni munaði litlu að hann lenti í ógöngum sem hefðu getað þýtt að hann hefði ekki klárað tímatökuna", sagði Stewart, en Hamilton var að reyna komast framúr Massa í krappri beygju í það skiptið í upphitunarhring fyrir atlögu að hröðum hring. „Áreksturinn í keppninni var óþarfi. Ég held að hann þurfi að skoða hugarástand sitt. Hann er með faglegu hæfileikanna, en hann er of oft að lenda í ógöngum. Michael Schumacher hefur lent í því sama", sagði Stewart. Hamilton og Massa lentu í karpi fyrir framan myndavélar fréttamanna eftir keppnina í Singapúr, samkvæmt frétt autosport.com og Hamilton dró sig í hlé frá fréttamönnum eftir það. Anthony faðir Hamilton, sem var umboðsmaður hans áður en leiðir þeirra skildu hvað það varðar telur að Hamilton þurfi á því að halda að hann hafi umboðsmann til staðar á mótssvæðum, eins og aðrir ökumenn. Mikið álag er á ökumönnum á mótssvæðum. XIX Management fyrirtækið er með Hamilton á sínum snærum, er umboðsaðili hans, en sér einnig um kappa eins og David Beckham. Formúla Íþróttir Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Jackie Stewart sem er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hjá McLaren þurfi að nálgast aksturinn á annan hátt í mótum en raunin er á köflum. Hamilton ók aftan á Ferrari ökumanninn Felipe Massa í keppninni í Singapúr í gær og hefur lent í óhöppum á þessu ári sem hann var valdur að. „Ég er dálítið áttaviltur af því hann (Hamilton) kann að keyra og hefur mikla hæfileika frá náttúrunnar hendi. En ef hann á að verða framúrskarandi ökumaður, þá getur hann ekki verið að lenda í ógöngum hvað eftir annað. Frægustu ökumennirnir voru ekki að upplifa slíkt", sagði Stewart í frétt á autosport.com um Hamilton. Massa var mjög ósáttur við aksturslag Hamilton í mótinu í Singapúr, en áreksturinn á milli þeirra sprengdi afturdekk á bíl Massa, en framvængurinn brotnaði á bíl Hamilton. „Hann hefur allt til að bera, en einhvern veginn þá dettur hann úr gír andlega séð, eins og í Singapúr, í tímatökunni munaði litlu að hann lenti í ógöngum sem hefðu getað þýtt að hann hefði ekki klárað tímatökuna", sagði Stewart, en Hamilton var að reyna komast framúr Massa í krappri beygju í það skiptið í upphitunarhring fyrir atlögu að hröðum hring. „Áreksturinn í keppninni var óþarfi. Ég held að hann þurfi að skoða hugarástand sitt. Hann er með faglegu hæfileikanna, en hann er of oft að lenda í ógöngum. Michael Schumacher hefur lent í því sama", sagði Stewart. Hamilton og Massa lentu í karpi fyrir framan myndavélar fréttamanna eftir keppnina í Singapúr, samkvæmt frétt autosport.com og Hamilton dró sig í hlé frá fréttamönnum eftir það. Anthony faðir Hamilton, sem var umboðsmaður hans áður en leiðir þeirra skildu hvað það varðar telur að Hamilton þurfi á því að halda að hann hafi umboðsmann til staðar á mótssvæðum, eins og aðrir ökumenn. Mikið álag er á ökumönnum á mótssvæðum. XIX Management fyrirtækið er með Hamilton á sínum snærum, er umboðsaðili hans, en sér einnig um kappa eins og David Beckham.
Formúla Íþróttir Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira