Whitmarsh segir að Hamilton muni læra sína lexíu 26. september 2011 15:09 Lewis Hamilton á mótssvæðinu í Singapúr. AP MYND: Terence Tan Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins hefur komið Formúlu 1 ökumanninum Lewis Hamilton til varnar, en Hamilton var harðlega gagnrýndur af Felipe Massa eftir mótið í Singapúr í gær. Hamilton keyrði aftan á Massa og hefur lent öðrum árekstrum á árinu. „Það hefur ýmislegt gerst. Liðið getur tekið á sig sumt og Hamilton annað. Stundum falla hlutirnir ekki með manni í akstursíþróttum. Þetta er búið að vera erfitt tímabil, en við munum eftir sem áður keppa til sigurs og reyna vinna mótin fimm (sem eftir eru) og Hamilton mun gera það sama", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. „Þegar þér er sagt að þú sért í átjanda eða nítjánda sæti í svona keppni (eins og í Singapúr) þá er það mjög, mjög svekkjandi. Þá þarf að taka til hendinni við aksturinn, þannig að hann ætti að fá plús fyrir það." „En það er enginn okkar fullkominn. Liðið hefur gert mistök og við munum gera fleiri. Við gerum það ekki vísvitandi, en þannig er lífið. Við erum hreinskilnir um hlutina, felum ekkert og það gefur fólki færi á því að magna hlutina upp." „Við þurfum að bæta okkur sem lið og Hamilton þarf að bæta sig sem ökumaður, en hann var í erfiðri stöðu og þurfti fimm sinnum að fara gegnum þjónustusvæðið og náði samt í dýrmæt stig. Hann náði fimmta sæti og ók vel", sagði Whitmarsh. Massa gagnrýndi Hamilton eftir mótið í gær, en Hamilton hefur lent í óhöppum í Kanada, Ungverjalandi og Belgíu að auk þess að keyra aftan á Massa í gær. „Hamilton er enn ungur að árum. Hann er að læra og mun læra sína lexíu. Hann mun vinna mót og fleiri meistaratitila. Hann er harðfylginn og einbeittur ökumaður. Hann mun vinna fleiri sigra en ég og þú og mun vinna fleiri meistaramót", sagði Whitmarsh. Formúla Íþróttir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins hefur komið Formúlu 1 ökumanninum Lewis Hamilton til varnar, en Hamilton var harðlega gagnrýndur af Felipe Massa eftir mótið í Singapúr í gær. Hamilton keyrði aftan á Massa og hefur lent öðrum árekstrum á árinu. „Það hefur ýmislegt gerst. Liðið getur tekið á sig sumt og Hamilton annað. Stundum falla hlutirnir ekki með manni í akstursíþróttum. Þetta er búið að vera erfitt tímabil, en við munum eftir sem áður keppa til sigurs og reyna vinna mótin fimm (sem eftir eru) og Hamilton mun gera það sama", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. „Þegar þér er sagt að þú sért í átjanda eða nítjánda sæti í svona keppni (eins og í Singapúr) þá er það mjög, mjög svekkjandi. Þá þarf að taka til hendinni við aksturinn, þannig að hann ætti að fá plús fyrir það." „En það er enginn okkar fullkominn. Liðið hefur gert mistök og við munum gera fleiri. Við gerum það ekki vísvitandi, en þannig er lífið. Við erum hreinskilnir um hlutina, felum ekkert og það gefur fólki færi á því að magna hlutina upp." „Við þurfum að bæta okkur sem lið og Hamilton þarf að bæta sig sem ökumaður, en hann var í erfiðri stöðu og þurfti fimm sinnum að fara gegnum þjónustusvæðið og náði samt í dýrmæt stig. Hann náði fimmta sæti og ók vel", sagði Whitmarsh. Massa gagnrýndi Hamilton eftir mótið í gær, en Hamilton hefur lent í óhöppum í Kanada, Ungverjalandi og Belgíu að auk þess að keyra aftan á Massa í gær. „Hamilton er enn ungur að árum. Hann er að læra og mun læra sína lexíu. Hann mun vinna mót og fleiri meistaratitila. Hann er harðfylginn og einbeittur ökumaður. Hann mun vinna fleiri sigra en ég og þú og mun vinna fleiri meistaramót", sagði Whitmarsh.
Formúla Íþróttir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira