Hrikalegar tölur úr Ytri Rangá Af Vötn og Veiði skrifar 2. september 2011 09:39 Mynd af www.lax-.is Ytri Rangá fór á toppinn yfir aflahæstu laxveiðiár landsins í viðmiðunarviku LV, sem nær frá miðvikudegi til miðvikudags. Í gærkvöldi var Ytri Rangá með 3.388 laxa eftir 736 laxa viku! Á sama tíma var vikuveiðin mjög mikil, en ekki svona svaðaleg þó í Eystri Rangá sem fyrir vikið datt niður í annað sætið og var með 3.372 laxa í gærkvöldi. Ekki mikill munur í sjálfu sér, en þessi fantalega veiði í Ytri Rangá helgast af því að „maðkaopnun“ var í vikunni. Í gegnum tíðina hefur umrædd „opnun“ þó verið meiri spónveiðitörn í Ytri Rangá heldur en maðkveiðitörn, en allt um það, bara fyrstu tvær vaktirnar gáfu 180 laxa eftir því sem okkur var tjáð. Framhaldið hefur verið í stíl og fylgir sögunni að mikil veisla sé í gangi, mikið af fiski fyrir og lax enn að ganga af umtalsverðum krafti. Þessar heildartölur eru nokkuð lakari en í fyrra, en göngur eru greinilega mun seinna á ferð og enginn vafi að lokatölur verða vel háar og gildir það um báðar Rangárnar. Meira á http://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/4009 Stangveiði Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Fækkun stangardaga hjá SVFR á Bíldsfelli Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði
Ytri Rangá fór á toppinn yfir aflahæstu laxveiðiár landsins í viðmiðunarviku LV, sem nær frá miðvikudegi til miðvikudags. Í gærkvöldi var Ytri Rangá með 3.388 laxa eftir 736 laxa viku! Á sama tíma var vikuveiðin mjög mikil, en ekki svona svaðaleg þó í Eystri Rangá sem fyrir vikið datt niður í annað sætið og var með 3.372 laxa í gærkvöldi. Ekki mikill munur í sjálfu sér, en þessi fantalega veiði í Ytri Rangá helgast af því að „maðkaopnun“ var í vikunni. Í gegnum tíðina hefur umrædd „opnun“ þó verið meiri spónveiðitörn í Ytri Rangá heldur en maðkveiðitörn, en allt um það, bara fyrstu tvær vaktirnar gáfu 180 laxa eftir því sem okkur var tjáð. Framhaldið hefur verið í stíl og fylgir sögunni að mikil veisla sé í gangi, mikið af fiski fyrir og lax enn að ganga af umtalsverðum krafti. Þessar heildartölur eru nokkuð lakari en í fyrra, en göngur eru greinilega mun seinna á ferð og enginn vafi að lokatölur verða vel háar og gildir það um báðar Rangárnar. Meira á http://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/4009
Stangveiði Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Fækkun stangardaga hjá SVFR á Bíldsfelli Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði