Schumacher fær góðar móttökur á Ítalíu 2. september 2011 11:12 Michael Schumacher ræðir málin á fréttamannafundi á Spa brautinni á dögunum. AP mynd: Yves Logghe Næsta Formúlu 1 mót er um aðra helgi og þá keppir Michael Schumacher í móti sem hann hefur unnið oftar en nokkur annar ökumaður, eða fimm sinnum. Keppt verður á Monza brautinni á Ítalíu sem er heimavöllur Ferrari og Torro Rosso keppnisliðanna, sem bæði eru staðsett á Ítalíu með bækistöðvar sínar. Schumacher vann fimm meistaratitla með Ferrari og sigranna fimm á hröðustu braut ársins, en hún er skammt frá Mílanó. Meðalhraðinn er 255 km á klukkustund, en meðaltalið fyrir árið er 211 á þeim brautum sem keppt er á samkvæmt upplýsingum frá Mercedes, liði Schumacher. „Síðsta mótið í Evrópu, á Monza er á sögulegri braut og mér hefur alltaf verið tekið með opnum örmum og fengið góðan stuðning þarna gegnum tíðina", sagði Schumacher í fréttatilkynningu Mercedes. Schumacher vann sig upp úr síðasta ráslínu í keppninni á Spa brautinni í Belgíu um síðustu helgi í það fimmta, en 24 ökumenn keppa í Formúlu 1. „Við náðum góðum árangri á Spa um síðustu helgi og ég hafði sérstaklega gaman af því að berjast um að komast framúr og það því verkefni að komast upp um mörg sæti. Þetta gefur okkur aukin kraft í lokahluta mótaraðarinnar. Við munum gera okkar besta til að ná hagstæðum úrslitum", sagði Schumacher. Rosberg, liðsfélaga Schumacher hlakkar til mótsins á Monza. „Við lærðum í síðustu keppni að bíll okkar getur verið samkeppnisfær á háhraðabrautum og við tókum framfaraskref. Ég er sannfærðir að það sama verður upp á teningnum á Ítalíu. Ég heimsótti bækistöð okkar í vikunni og er ánægður með það sem er þar í gangi", sagði Rosberg, en Formúlu 1 lið Mercedes er staðsett í Brackley í Englandi. Formúla Íþróttir Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Næsta Formúlu 1 mót er um aðra helgi og þá keppir Michael Schumacher í móti sem hann hefur unnið oftar en nokkur annar ökumaður, eða fimm sinnum. Keppt verður á Monza brautinni á Ítalíu sem er heimavöllur Ferrari og Torro Rosso keppnisliðanna, sem bæði eru staðsett á Ítalíu með bækistöðvar sínar. Schumacher vann fimm meistaratitla með Ferrari og sigranna fimm á hröðustu braut ársins, en hún er skammt frá Mílanó. Meðalhraðinn er 255 km á klukkustund, en meðaltalið fyrir árið er 211 á þeim brautum sem keppt er á samkvæmt upplýsingum frá Mercedes, liði Schumacher. „Síðsta mótið í Evrópu, á Monza er á sögulegri braut og mér hefur alltaf verið tekið með opnum örmum og fengið góðan stuðning þarna gegnum tíðina", sagði Schumacher í fréttatilkynningu Mercedes. Schumacher vann sig upp úr síðasta ráslínu í keppninni á Spa brautinni í Belgíu um síðustu helgi í það fimmta, en 24 ökumenn keppa í Formúlu 1. „Við náðum góðum árangri á Spa um síðustu helgi og ég hafði sérstaklega gaman af því að berjast um að komast framúr og það því verkefni að komast upp um mörg sæti. Þetta gefur okkur aukin kraft í lokahluta mótaraðarinnar. Við munum gera okkar besta til að ná hagstæðum úrslitum", sagði Schumacher. Rosberg, liðsfélaga Schumacher hlakkar til mótsins á Monza. „Við lærðum í síðustu keppni að bíll okkar getur verið samkeppnisfær á háhraðabrautum og við tókum framfaraskref. Ég er sannfærðir að það sama verður upp á teningnum á Ítalíu. Ég heimsótti bækistöð okkar í vikunni og er ánægður með það sem er þar í gangi", sagði Rosberg, en Formúlu 1 lið Mercedes er staðsett í Brackley í Englandi.
Formúla Íþróttir Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira