Hamilton býst við spennu á Ítalíu 5. september 2011 13:53 Lewis Hamilton á McLaren í tímatökunni á Spa á dögunum. Lewis Hamilton féll úr leik í síðustu Formúlu 1 keppni, á Spa brautinni í Belgíu. Hann viðurkenndi eftir keppnina að hafa gert mistök í akstri, sem orsakaði árekstur hans og Kamui Kobayashi. Hamilton varð að hætta keppni eftir atvikið, en hann keppir í þrettánda Formúlu 1 móti ársins á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi. „Á síðasta ári vann ég á Spa, en komst ekki í endamark á Monza. Þetta árið mun ég leita eftir að snúa þessu við! Ég hlakka til að mæta til leiks á Ítalíu. Ég ók þar mikið þegar ég keppti í kart-kappakstri. Ég elska landið", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren. Hann kvaðst ekki verið með hugann við það sem gerðist á Spa, heldur horfði fram veginn. Hamilton er í fimmta sæti í stigamóti ökumanna og möguleiki hans á meistaratitlinum minnkaði talsvert þegar hann féll úr leik í síðustu keppni. „Ég tel að við mætum nokkuð bjartsýnir í mótið. Ég hef aldrei sigrað á Monza brautinni og það væri gaman að ná hagstæðum úrslitum í ár. Ég hlakka sérstaklega til tímatökunnar, af því ég held að stillanlegi afturvængurinn muni skipta miklu máli, hvað aksturstímann varðar. Ég vil hámarka getu bílsins í tímatökunni og vill vitanlega fylgja því eftir í keppninni." Notkun á stillanlegum afturvæng þýðir að ökumenn ná meiri hámarkshraða en ella og á Monza verður leyft að nota vænginn á tveimur stöðum í brautinni í kappakstrinum, en notkun er frjáls á æfingum og í tímatökunni. „Ég held að það verði spenna í tímatökunni. Við verðum 20 km hraðari en áður á fjórum stöðum í brautinni, þannig að tímarnir í tímatökunni verða hraðari en í keppninni. Það ætti að verða nokkuð spennandi. Ég held að við séum að fara horfa fram á aðra jafna keppni og ég hlakka til", sagði Hamilton. Formúla Íþróttir Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Lewis Hamilton féll úr leik í síðustu Formúlu 1 keppni, á Spa brautinni í Belgíu. Hann viðurkenndi eftir keppnina að hafa gert mistök í akstri, sem orsakaði árekstur hans og Kamui Kobayashi. Hamilton varð að hætta keppni eftir atvikið, en hann keppir í þrettánda Formúlu 1 móti ársins á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi. „Á síðasta ári vann ég á Spa, en komst ekki í endamark á Monza. Þetta árið mun ég leita eftir að snúa þessu við! Ég hlakka til að mæta til leiks á Ítalíu. Ég ók þar mikið þegar ég keppti í kart-kappakstri. Ég elska landið", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren. Hann kvaðst ekki verið með hugann við það sem gerðist á Spa, heldur horfði fram veginn. Hamilton er í fimmta sæti í stigamóti ökumanna og möguleiki hans á meistaratitlinum minnkaði talsvert þegar hann féll úr leik í síðustu keppni. „Ég tel að við mætum nokkuð bjartsýnir í mótið. Ég hef aldrei sigrað á Monza brautinni og það væri gaman að ná hagstæðum úrslitum í ár. Ég hlakka sérstaklega til tímatökunnar, af því ég held að stillanlegi afturvængurinn muni skipta miklu máli, hvað aksturstímann varðar. Ég vil hámarka getu bílsins í tímatökunni og vill vitanlega fylgja því eftir í keppninni." Notkun á stillanlegum afturvæng þýðir að ökumenn ná meiri hámarkshraða en ella og á Monza verður leyft að nota vænginn á tveimur stöðum í brautinni í kappakstrinum, en notkun er frjáls á æfingum og í tímatökunni. „Ég held að það verði spenna í tímatökunni. Við verðum 20 km hraðari en áður á fjórum stöðum í brautinni, þannig að tímarnir í tímatökunni verða hraðari en í keppninni. Það ætti að verða nokkuð spennandi. Ég held að við séum að fara horfa fram á aðra jafna keppni og ég hlakka til", sagði Hamilton.
Formúla Íþróttir Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn