Ferrari stefnir á sigur á heimavelli 5. september 2011 14:28 Felipe Massa og Fernando Alonso keppa með Ferrari á Ítalíu um næstu helgi. AP mynd: Frank Augstein Ferrari Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso verður við stjórnvölinn á Ferrari bíl um næstu helgi á heimavelli Ferrari liðsins, í Formúlu 1 kappakstrinum á Monza brautinni á Ítalíu. Rétt eins og Felipe Massa á samskonar bíl. Alonso vann mótið á Monza í fyrra. Alonso sagði í fréttatilkynningu frá Pirelli dekkjaframleiðandanum í dag að það væri sérstök tilfinning að keyra í hröðustu keppni ársins á Monza og það væri líka sérstakt tilfinngalega á keyra Ferrari þar. Brautin er oft kölluð heimavöllur Ferrari, sem er ítalskst, rétt eins og Torro Rosso liðið. „Það er ótrúlegt að vinna á Monza og að vinna þar á rauðum bíl (Ferrari) er enn ótrúlegra. Að vera á verðlaunapallinum og sjá þúsundir áhorfenda fyrir neða í rauðum skyrtum og með rauða fána er yfirþyrmandi tilfinning", sagði Alonso. „Markmið okkar í ár er það sama og í fyrra. Að vinna mótið. Við höfum burði til þess, en vitum að keppinautar okkar eru sterkir. Ég er viss um að það verður spennandi keppni, eins og við höfum oft séð á þessu ári." Pirelli dekkjaframleiðandinn er með höfuðstöðvar sínar á Ítalíu og sér öllum keppnisliðum fyrir dekkjum og byrjaði á því á þessu ári. „Endurkoma Pirelli í Formúlu 1 hefur bætt skemmtangildið, sem var eitt af markmiðunum í upphafi árs og við verðum að þakka fyrir það og hvar er það betra en á heimavelli þeirra?", sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Ferrari Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso verður við stjórnvölinn á Ferrari bíl um næstu helgi á heimavelli Ferrari liðsins, í Formúlu 1 kappakstrinum á Monza brautinni á Ítalíu. Rétt eins og Felipe Massa á samskonar bíl. Alonso vann mótið á Monza í fyrra. Alonso sagði í fréttatilkynningu frá Pirelli dekkjaframleiðandanum í dag að það væri sérstök tilfinning að keyra í hröðustu keppni ársins á Monza og það væri líka sérstakt tilfinngalega á keyra Ferrari þar. Brautin er oft kölluð heimavöllur Ferrari, sem er ítalskst, rétt eins og Torro Rosso liðið. „Það er ótrúlegt að vinna á Monza og að vinna þar á rauðum bíl (Ferrari) er enn ótrúlegra. Að vera á verðlaunapallinum og sjá þúsundir áhorfenda fyrir neða í rauðum skyrtum og með rauða fána er yfirþyrmandi tilfinning", sagði Alonso. „Markmið okkar í ár er það sama og í fyrra. Að vinna mótið. Við höfum burði til þess, en vitum að keppinautar okkar eru sterkir. Ég er viss um að það verður spennandi keppni, eins og við höfum oft séð á þessu ári." Pirelli dekkjaframleiðandinn er með höfuðstöðvar sínar á Ítalíu og sér öllum keppnisliðum fyrir dekkjum og byrjaði á því á þessu ári. „Endurkoma Pirelli í Formúlu 1 hefur bætt skemmtangildið, sem var eitt af markmiðunum í upphafi árs og við verðum að þakka fyrir það og hvar er það betra en á heimavelli þeirra?", sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira