Tröll á sveimi á Nessvæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 6. september 2011 11:10 Mynd af www.svfr.is Það eru hrikaleg tröll á sveimi á Nesveiðum sem endranær. Þau hafa þó ekki náðst á land, þó að 100-103 cm langir laxar séu að veiðast sl. daga. Eftir mikil hlýindi tók að rigna við Laxá sl. föstudag, og rigndi lungan úr helginni. Hreinsaði það að mestu burtu slýið sem hafði verið til ama dagana á undan í hitunum. Í rigningunum hækkaði nokkuð í ánni og hreyfði það laxinn aðeins til. Á laugardagskvöld veiddust 96,101, og 102 cm laxar auk þess sem að nokkrir sluppu frá veiðimönnum. En það eru ekki þessir laxar sem mest er talað um þessa stundina. Svo virðist sem að meira sé af tröllum heldur en nokkurn grunaði. Í Höfðahyl eru þau nokkur, en til mjög stórra laxa hefur sést í Sandeyrarpolli, Oddahyl, Skriðuflúð, Kirkjuhólmabroti, Knútsstaðatúni og svo auðvitað í Presthyl, Hólmavaðsstíflu og á Óseyri. Á meðfylgjandi myndbandi Ara Hermóðs Jafetssonar má sjá viðureign við einn þessara höfðingja sem hefur betur í viðureign við veiðimanninn, en slíkt hefur verið allt of algengt þetta sumarið.Með því að smella hér má sjá baráttu Ara Hermóðs við tröll í Höfðahylnum. Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði
Það eru hrikaleg tröll á sveimi á Nesveiðum sem endranær. Þau hafa þó ekki náðst á land, þó að 100-103 cm langir laxar séu að veiðast sl. daga. Eftir mikil hlýindi tók að rigna við Laxá sl. föstudag, og rigndi lungan úr helginni. Hreinsaði það að mestu burtu slýið sem hafði verið til ama dagana á undan í hitunum. Í rigningunum hækkaði nokkuð í ánni og hreyfði það laxinn aðeins til. Á laugardagskvöld veiddust 96,101, og 102 cm laxar auk þess sem að nokkrir sluppu frá veiðimönnum. En það eru ekki þessir laxar sem mest er talað um þessa stundina. Svo virðist sem að meira sé af tröllum heldur en nokkurn grunaði. Í Höfðahyl eru þau nokkur, en til mjög stórra laxa hefur sést í Sandeyrarpolli, Oddahyl, Skriðuflúð, Kirkjuhólmabroti, Knútsstaðatúni og svo auðvitað í Presthyl, Hólmavaðsstíflu og á Óseyri. Á meðfylgjandi myndbandi Ara Hermóðs Jafetssonar má sjá viðureign við einn þessara höfðingja sem hefur betur í viðureign við veiðimanninn, en slíkt hefur verið allt of algengt þetta sumarið.Með því að smella hér má sjá baráttu Ara Hermóðs við tröll í Höfðahylnum.
Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði