98 sm lax úr Húseyjarkvísl Karl Lúðvíksson skrifar 7. september 2011 15:56 Stórlaxinn úr Húseyjarkvísl í höndum lukkulegs veiðimanns Mynd af www.veidimenn.com Hópur sem lauk veiðum í Húseyjakvísl nýverið gerði ágætis veiði þrátt fyrir lítið vatn í ánni. Meðal aflans var einn 98 sm lax sem er stærsti laxinn úr ánni í sumar. Hópurinn naut leiðsagnar Sævars og Hörðs Hafsteinssona sem þekkja ánna eins og lófan á sér. Það sýnir og sannar í enn eitt skiptið að menn ættu að hafa leiðsögumenn sér til handa þegar á er veidd í fyrsta skipti. Kostnaðurinn við það er lítill í samanburði við veiðileyfi, bensín o.fl. en skilar aftur á móti miklu betri árangri í veiðinni. Húseyjakvísl er vel þekkt sem góð síðsumarsá og einnig sem ein af betri sjóbirtingsveiðiám landsins. Vorveiðin í ánni hefur verið drjúg í sjóbirting og haustið líka. Það er því góður tími framundan í ánni og það má eiga von á að hún bæti slatta við áður en tímabilinu lýkur. Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Sandá merkt í bak og fyrir Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði
Hópur sem lauk veiðum í Húseyjakvísl nýverið gerði ágætis veiði þrátt fyrir lítið vatn í ánni. Meðal aflans var einn 98 sm lax sem er stærsti laxinn úr ánni í sumar. Hópurinn naut leiðsagnar Sævars og Hörðs Hafsteinssona sem þekkja ánna eins og lófan á sér. Það sýnir og sannar í enn eitt skiptið að menn ættu að hafa leiðsögumenn sér til handa þegar á er veidd í fyrsta skipti. Kostnaðurinn við það er lítill í samanburði við veiðileyfi, bensín o.fl. en skilar aftur á móti miklu betri árangri í veiðinni. Húseyjakvísl er vel þekkt sem góð síðsumarsá og einnig sem ein af betri sjóbirtingsveiðiám landsins. Vorveiðin í ánni hefur verið drjúg í sjóbirting og haustið líka. Það er því góður tími framundan í ánni og það má eiga von á að hún bæti slatta við áður en tímabilinu lýkur.
Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Sandá merkt í bak og fyrir Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði