Sænskur landsliðsmaður fórst í flugslysinu í Rússlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. september 2011 16:45 Stefan Liv í leik í Rússlandi í febrúar síðastliðnum. Nordic Photos / Getty Images Sænski landsliðsmarkvörðurinn í íshokkí, Stefan Liv, var einn þeirra sem fórst í flugslysinu rétt utan Jaroslavl í Rússlandi í dag. Alls voru 45 umborð í vélinni og aðeins tveir komust lífs af. Liv og félagar hans í Lokomotiv Jaroslavl vour á leiðinni til Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, þar sem liðið átti að leika gegn Dinamo Minsk í opnunarleik Kontinental-deildarinnar í íshokkí. Liv var fastamaður í sænska landsliðinu og vann til margra verðlauna með liðinu á stórmótum, bæði Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum. Sænskir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um slysið og dauða hans í dag. Fulltrúir félagsins hafa látið hafa eftir sér í dag að allir leikmenn og þjálfarar aðalliðsins voru með í för í dag, sem og fjórir leikmenn úr ungmennaliði félagsins. Þeir fórust allir, nema Rússinn Alexander Galimov, sem var annar þeirra sem lifði slysið af ásamt meðlimi í áhöfn flugvélarinnar. „Þetta er svartasti dagurinn í sögu íþróttinnar okkar," sagði Rene Fasel, forseti alþjóðaíshokkísambandsins. „Það eru ekki aðeins Rússar sem eiga um sárt að binda því alls voru leikmenn og þjálfarar frá tíu löndum á mála hjá Lokomotiv. Þetta er hræðilegur harmleikur fyrir íshokkísamfélagið." Margir leikmenn Lokomotiv léku áður með liðum í bandarísku NHL-deildinni og eru því heimsþekktir íþróttamenn. Meðal þeirra má nefna Slóvakann Pavol Demitra sem lék áður með St. Louis Blues og Vancouver Canucks í NHL-deildinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íþróttafélag missir svo marga leikmenn í flugslysi. Flugvél með leikmönnum Manchester United fórst í München í Þýskalandi árið 1958 en níu árum áður fórust átján leikmenn Torino frá Ítalíu í flugslysi. Árið 1961 fórst svo bandaríska landsliðið í listhlaupi, alls átján manns, á skautum á leið sinni á heimsmeistaramótið sem haldið var í Brussel í Belgíu. Erlendar Tengdar fréttir Heilt íshokkílið fórst í rússnesku flugslysi Heilt íshokkílið fórst þegar farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í vesturhluta Rússlands í dag. 7. september 2011 15:41 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Sjá meira
Sænski landsliðsmarkvörðurinn í íshokkí, Stefan Liv, var einn þeirra sem fórst í flugslysinu rétt utan Jaroslavl í Rússlandi í dag. Alls voru 45 umborð í vélinni og aðeins tveir komust lífs af. Liv og félagar hans í Lokomotiv Jaroslavl vour á leiðinni til Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, þar sem liðið átti að leika gegn Dinamo Minsk í opnunarleik Kontinental-deildarinnar í íshokkí. Liv var fastamaður í sænska landsliðinu og vann til margra verðlauna með liðinu á stórmótum, bæði Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum. Sænskir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um slysið og dauða hans í dag. Fulltrúir félagsins hafa látið hafa eftir sér í dag að allir leikmenn og þjálfarar aðalliðsins voru með í för í dag, sem og fjórir leikmenn úr ungmennaliði félagsins. Þeir fórust allir, nema Rússinn Alexander Galimov, sem var annar þeirra sem lifði slysið af ásamt meðlimi í áhöfn flugvélarinnar. „Þetta er svartasti dagurinn í sögu íþróttinnar okkar," sagði Rene Fasel, forseti alþjóðaíshokkísambandsins. „Það eru ekki aðeins Rússar sem eiga um sárt að binda því alls voru leikmenn og þjálfarar frá tíu löndum á mála hjá Lokomotiv. Þetta er hræðilegur harmleikur fyrir íshokkísamfélagið." Margir leikmenn Lokomotiv léku áður með liðum í bandarísku NHL-deildinni og eru því heimsþekktir íþróttamenn. Meðal þeirra má nefna Slóvakann Pavol Demitra sem lék áður með St. Louis Blues og Vancouver Canucks í NHL-deildinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íþróttafélag missir svo marga leikmenn í flugslysi. Flugvél með leikmönnum Manchester United fórst í München í Þýskalandi árið 1958 en níu árum áður fórust átján leikmenn Torino frá Ítalíu í flugslysi. Árið 1961 fórst svo bandaríska landsliðið í listhlaupi, alls átján manns, á skautum á leið sinni á heimsmeistaramótið sem haldið var í Brussel í Belgíu.
Erlendar Tengdar fréttir Heilt íshokkílið fórst í rússnesku flugslysi Heilt íshokkílið fórst þegar farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í vesturhluta Rússlands í dag. 7. september 2011 15:41 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Sjá meira
Heilt íshokkílið fórst í rússnesku flugslysi Heilt íshokkílið fórst þegar farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í vesturhluta Rússlands í dag. 7. september 2011 15:41