Red Bull og Renault framlengja samstarf um 5 ár 9. september 2011 12:36 Christian Horner, yfirmaður Red Bull og Sebastian Vettel á Monza brautinni í morgun. Associated Press/Luca Bruno Formúlu 1 lið Red Bull og Renault, sem hefur séð liðinu fyrir vélum hafa framlengt samstarfssamning sín á milli um 5 ár. Samskonar vélar verða notaðar næstu tvö ár í Formúlu 1 og eru nú notaðar, en árið 2014 verða 1.6 lítra V-6 vélar notaðar. Fyrirtækin tvö ætla vinna saman að þróun vélarinnar sem Red Bull liðið mun nota, auk annarra samstarfsaðila Renault í Formúlu 1. „Við erum spenntir að tilkynna þennan breytta samning við Renault-Nissan samsteypuna, sem við höfum starfað náið með síðan 2007", sagði Christian Horner yfirmaður Red Bull liðsinns í fréttatilkynningu. Hann segir að samstarfið við Sport F1 deildina hjá Renault sem framleiðir Formúlu 1 vélarnar hafi gengið snuðrulaust og það hafi ýtt undir velgengni Red Bull. „Saman höfum við unnið 22 mót, 32 sinnum verður fremstir á ráslínu og unnið tvo meistaratitla. Samstarfið þróast áfram og við hlökkum til að vinna með Renault-Nissan samsteypunni í framtíðnni í Formúlu 1", sagði Horner. Sakvæmt frétt á autosport.com gildir samkomulagið á milli fyrirtækjanna til ársins 2016. Formúla Íþróttir Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Formúlu 1 lið Red Bull og Renault, sem hefur séð liðinu fyrir vélum hafa framlengt samstarfssamning sín á milli um 5 ár. Samskonar vélar verða notaðar næstu tvö ár í Formúlu 1 og eru nú notaðar, en árið 2014 verða 1.6 lítra V-6 vélar notaðar. Fyrirtækin tvö ætla vinna saman að þróun vélarinnar sem Red Bull liðið mun nota, auk annarra samstarfsaðila Renault í Formúlu 1. „Við erum spenntir að tilkynna þennan breytta samning við Renault-Nissan samsteypuna, sem við höfum starfað náið með síðan 2007", sagði Christian Horner yfirmaður Red Bull liðsinns í fréttatilkynningu. Hann segir að samstarfið við Sport F1 deildina hjá Renault sem framleiðir Formúlu 1 vélarnar hafi gengið snuðrulaust og það hafi ýtt undir velgengni Red Bull. „Saman höfum við unnið 22 mót, 32 sinnum verður fremstir á ráslínu og unnið tvo meistaratitla. Samstarfið þróast áfram og við hlökkum til að vinna með Renault-Nissan samsteypunni í framtíðnni í Formúlu 1", sagði Horner. Sakvæmt frétt á autosport.com gildir samkomulagið á milli fyrirtækjanna til ársins 2016.
Formúla Íþróttir Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira