Glæsimörk Boateng og Seedorf dugðu Milan gegn Juventus Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. ágúst 2011 23:30 AC Milan og Juventus mættust í árlegum leik um Luigi Berlusconi-bikarinn á San Siro í Mílanó í kvöld. Kevin Prince-Boateng og Clarence Seedorf skoruðu glæsileg mörk í 2-1 sigri heimamanna. Kevin Prince-Boateng kom heimamönnum á bragðið í fyrri hálfleik þegar hann tók boltann glæsilega á lofti og sendi í fjærhornið utarlega úr teignum. Hollendingurinn Clarence Seedorf jók forystuna með frábærri aukaspyrnu sem Buffon átti ekki möguleika í. Svartfellingurinn Mirko Vucinic, sem nýverið gekk til liðs við Juventus frá Roma, minnkaði muninn í síðari hálfleik fyrir gestina en lokatölurnar 2-1. Milan menn fögnuðu bikarnum en leikurinn er minningarleikur um Luigi Berlusconi. Luigi var faðir Silvio Berlusconi, eiganda AC Milan. Áætlað er að keppni í Serie A hefjist um næstu helgi. Leikmannasamtökin hafa þó hótað verkfalli verði ekki gengið að kröfum þeirra er varðar starfsöryggi leikmanna. Leikmenn eru ósáttir við að hægt sé að skipa þeim að æfa með varaliðinu eða að fara á láni til annars félags. Í fyrstu umferðinni um næstu helgi á Milan að mæta Cagliari á Sardiníu. Juventus verður væntanlega í varabúningum þegar liðið sækir svart- og hvítklædda liðsmenn Udinese heim. Mörkin úr leiknum ásamt frábærri erlendri lýsingu má sjá í spilaranum hér að ofan. Ítalski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira
AC Milan og Juventus mættust í árlegum leik um Luigi Berlusconi-bikarinn á San Siro í Mílanó í kvöld. Kevin Prince-Boateng og Clarence Seedorf skoruðu glæsileg mörk í 2-1 sigri heimamanna. Kevin Prince-Boateng kom heimamönnum á bragðið í fyrri hálfleik þegar hann tók boltann glæsilega á lofti og sendi í fjærhornið utarlega úr teignum. Hollendingurinn Clarence Seedorf jók forystuna með frábærri aukaspyrnu sem Buffon átti ekki möguleika í. Svartfellingurinn Mirko Vucinic, sem nýverið gekk til liðs við Juventus frá Roma, minnkaði muninn í síðari hálfleik fyrir gestina en lokatölurnar 2-1. Milan menn fögnuðu bikarnum en leikurinn er minningarleikur um Luigi Berlusconi. Luigi var faðir Silvio Berlusconi, eiganda AC Milan. Áætlað er að keppni í Serie A hefjist um næstu helgi. Leikmannasamtökin hafa þó hótað verkfalli verði ekki gengið að kröfum þeirra er varðar starfsöryggi leikmanna. Leikmenn eru ósáttir við að hægt sé að skipa þeim að æfa með varaliðinu eða að fara á láni til annars félags. Í fyrstu umferðinni um næstu helgi á Milan að mæta Cagliari á Sardiníu. Juventus verður væntanlega í varabúningum þegar liðið sækir svart- og hvítklædda liðsmenn Udinese heim. Mörkin úr leiknum ásamt frábærri erlendri lýsingu má sjá í spilaranum hér að ofan.
Ítalski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira