Button elskar að keyra á Spa brautinni 22. ágúst 2011 14:46 Jenson Button og liðsmenn McLaren fagna sigri í Ungverjalandi í 200 móti Button, sem kom fyrstur í endamark. Mynd: McLaren F1 Jenson Button hjá McLaren vann síðustu Formúlu 1 keppni, sem var í Ungverjalandi í lok júlí. Hann og Lewis Hamilton keppa á Spa brautinni um næstu helgi með McLaren, eftir sumarfrí keppnisliða sem var í ágúst. „Ég elska að keyra á Spa, en hef ekki gert mikið af því undanfarið, þar sem mér var stjakað úr keppni í tveimur síðustu mótunum í Belgíu, án þess að eiga nokkra sök. Ég vonast eftir meiri heppni í ár", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren. „Það var frábært að fara í sumarfrí eftir að sigur í Ungverjalandi. Ég tel að ég hefði getað unnið það mót í þurru jafnt sem rigingu, en hafa ber slíkt í huga á Spa, þar sem það verður trúlega blautt og þurrt og allt þar á milli um mótshelgina." Keppnislið æfa á tveimur æfingum á föstudag eins og venja er á mótshelgum, en lokaæfing og tímataka er síðan á laugardag og keppnin á sunnudag. „Það verður markmið okkar að setja þrýsting á þá sem eru fremstir í stigamótinu, sérstaklega Red Bull. Bíll okkur lætur vel að stjórn og dekkjútgáfan í boði ætti því ekki að hafa sérstök áhrif. Við lærðum mikið um Pirelli dekkin eftir mótið í Valenica og okkur hefur vaxið ásmeginn." Button telur ekki að notkun á stillanlegum afturvæng verði eins mikilvæg á Spá og á nokkrum öðrum brautum, sem eknar eru í ár. „Ég er ekki enn viss hvar má nota vænginn (í keppni), en það hefur alltaf verið möguleiki að elta bíla upp Eua Rogue beygjuna og fara framúr við Les Combes. Það verður áhugavert að sjá hvort afturvængurinn muni bæta gang mála. Vonandi verður þetta enn ein góð helgin fyrir Formúlu 1", sagði Button. Formúla Íþróttir Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Jenson Button hjá McLaren vann síðustu Formúlu 1 keppni, sem var í Ungverjalandi í lok júlí. Hann og Lewis Hamilton keppa á Spa brautinni um næstu helgi með McLaren, eftir sumarfrí keppnisliða sem var í ágúst. „Ég elska að keyra á Spa, en hef ekki gert mikið af því undanfarið, þar sem mér var stjakað úr keppni í tveimur síðustu mótunum í Belgíu, án þess að eiga nokkra sök. Ég vonast eftir meiri heppni í ár", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren. „Það var frábært að fara í sumarfrí eftir að sigur í Ungverjalandi. Ég tel að ég hefði getað unnið það mót í þurru jafnt sem rigingu, en hafa ber slíkt í huga á Spa, þar sem það verður trúlega blautt og þurrt og allt þar á milli um mótshelgina." Keppnislið æfa á tveimur æfingum á föstudag eins og venja er á mótshelgum, en lokaæfing og tímataka er síðan á laugardag og keppnin á sunnudag. „Það verður markmið okkar að setja þrýsting á þá sem eru fremstir í stigamótinu, sérstaklega Red Bull. Bíll okkur lætur vel að stjórn og dekkjútgáfan í boði ætti því ekki að hafa sérstök áhrif. Við lærðum mikið um Pirelli dekkin eftir mótið í Valenica og okkur hefur vaxið ásmeginn." Button telur ekki að notkun á stillanlegum afturvæng verði eins mikilvæg á Spá og á nokkrum öðrum brautum, sem eknar eru í ár. „Ég er ekki enn viss hvar má nota vænginn (í keppni), en það hefur alltaf verið möguleiki að elta bíla upp Eua Rogue beygjuna og fara framúr við Les Combes. Það verður áhugavert að sjá hvort afturvængurinn muni bæta gang mála. Vonandi verður þetta enn ein góð helgin fyrir Formúlu 1", sagði Button.
Formúla Íþróttir Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira