Síðasta holl með 234 laxa í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 24. ágúst 2011 15:38 Það eru gífurlega fallegir veiðistaðir á fjallinu í Langá Mynd af www.svfr.is Holl sem var að ljúka veiðum í Langá landaði 234 löxum á 4 dögum. Þetta var fyrsta holl í maðki eins og oft er kallað, og greinilegt að það hefur verið veisla á bökkum Langár. Laxinn er vel dreifður um ánna og voru menn að taka laxa alveg frá Strengjum á neðsta svæðinu og upp í Ármót sem er efsti staður. Á þessum tíma, sé áin í sæmilegu vatni, eru öll svæði inni og oft alveg ótrúlega mikið af laxi sem safnast í suma hyljina. Mikið af fiski er í ánni en hún er aðeins farin að sjatna í þurrkunum upp á síðkastið. Það er þó rigning í kortunum svo að það eru frábærir dagar framundan í ánni. Veiðin í Langá í fyrra var 2235 laxar og það er auðséð miðað við laxamagnið í ánni að áin á eftir að fara yfir þá tölu því það er ennþá tæpur mánuður eftir af veiðitímanum og það er ennþá að veiðast lúsugur lax í ánni. Þess má geta að það er aðeins ein stöng laus í vefsölunni hjá SVFR núna í lok ágúst svo er áin uppseld til 20. september. Stangveiði Mest lesið Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Ein af flugunum sem ekki má gleyma Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði
Holl sem var að ljúka veiðum í Langá landaði 234 löxum á 4 dögum. Þetta var fyrsta holl í maðki eins og oft er kallað, og greinilegt að það hefur verið veisla á bökkum Langár. Laxinn er vel dreifður um ánna og voru menn að taka laxa alveg frá Strengjum á neðsta svæðinu og upp í Ármót sem er efsti staður. Á þessum tíma, sé áin í sæmilegu vatni, eru öll svæði inni og oft alveg ótrúlega mikið af laxi sem safnast í suma hyljina. Mikið af fiski er í ánni en hún er aðeins farin að sjatna í þurrkunum upp á síðkastið. Það er þó rigning í kortunum svo að það eru frábærir dagar framundan í ánni. Veiðin í Langá í fyrra var 2235 laxar og það er auðséð miðað við laxamagnið í ánni að áin á eftir að fara yfir þá tölu því það er ennþá tæpur mánuður eftir af veiðitímanum og það er ennþá að veiðast lúsugur lax í ánni. Þess má geta að það er aðeins ein stöng laus í vefsölunni hjá SVFR núna í lok ágúst svo er áin uppseld til 20. september.
Stangveiði Mest lesið Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Ein af flugunum sem ekki má gleyma Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði