Máttum alveg ræða við Elísabetu líkt og þeir ræddu við Stellu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2011 22:00 Elísabet Gunnarsdóttir gekk í raðir Fram fyrir skemmstu. Mynd/Fram.is Ólafur Arnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, segir félagið hafa verið í fullum rétti að ræða við Elísabetu Gunnarsdóttur fyrrum línumann Stjörnunnar. Stjarnan geti því ekki átt neitt sökótt við Framara. Líkt og greint var frá á Vísi í gær hefur kvennalið Stjörnunnar verið dregið úr keppni í efstu deild kvenna á komandi tímabili. Í yfirlýsingu frá Stjörnunni í gær kom meðal annars fram óánægja með íslensk félög í samskiptum við leikmenn Garðbæinga. „Við fögnum því í sjálfu sér, að önnur félög horfi til leikmanna Stjörnunnar þegar nauðsyn er á styrkingu viðkomandi liða, en ítrekum óánægju okkar með að sum félög skuli ekki virða lög og reglur HSÍ um samningsbundna leikmenn, sagði í yfirlýsingu frá Stjörnunni," segir í yfirlýsingunni. Elísabet Gunnarsdóttir, sem er uppalinn hjá Stjörnunni og hefur leikið með liðinu undanfarin ár, gekk nýverið til liðs við Fram. „Ég var í nákvæmlega sama rétti að ræða við Elísabetu og þeir voru að ræða við hana Stellu hjá mér. Félögin voru í nákvæmlega sama rétti," segir Ólafur Arnarsson formaður handknattleiksdeildar Fram. Báðir leikmenn hafi verið samningslausir. Ólafur segir Garðbæinga hafa rætt við Stellu Sigurðardóttur og verið í fullum rétti til þess. Stella samdi við Framara á nýjan leik fyrir skemmstu. „Þeir voru að tala við hana. Ég hef ekki lagt það í vana minn að ræða við samningsbundna leikmenn. Stjarnan bað um frið í karlaboltanum í fyrra og það var virt," segir Ólafur. Úr þeim orðum má lesa að Stjarnan hafi sýnt leikmönnum karlaliðs félagsins áhuga á síðasta tímabili. Ólafur segir vel mega vera að Elísabet hafi verið með munnlegt samkomulag við Stjörnuna. Það hafi hann þó ekki hugmynd um. „Það má vel vera að það hafi verið búið að gera munnlegt samkomulag við Elísabetu en það heldur ekki neinu. Mér er alveg frjálst að ræða við leikmenn þó það sé eitthvað munnlegt," segir Ólafur. Ólafur vísaði blaðamanni á heimasíðu HSÍ þar sem sjá mætti nákvæmlega hvaða leikmenn væru samningsbundnir félögum sínum og hverjir ekki. Ásmundur Jónsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni, neitaði í samtali við Vísi í dag að staðfesta hvaða félög Stjarnan væri ósátt við. Reglur HSÍ hefðu verið brottnar og félögin ættu að taka það til sín sem vissu upp á sig sökina. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Hanna Guðrún: Trúi þessu varla Landsliðskonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir segist varla trúa því að Stjarnan verði ekki með á næsta tímabili. Hún heyrði tíðindin á æfingu síðdegis í dag. 24. ágúst 2011 22:50 Stjarnan dregur kvennalið sitt í handknattleik úr keppni Stjarnan hefur dregið kvennalið sitt í efstu deild í handknattleik úr keppni á komandi tímabili. Handknattleiksdeild félagsins sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í kvöld. 24. ágúst 2011 20:33 Stjarnan rændi heilu handboltaliði frá okkur á einni nóttu Formaður handknattleiksráðs ÍBV, Magnús Bragason, segir útilokað að óánægja Stjörnunnar í garð annarra íslenskra félaga eigi við um ÍBV. 25. ágúst 2011 15:57 HSÍ harmar brotthvarf kvennaliðs Stjörnunnar Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir það slæmt að Stjarnan hafi ákveðið að draga kvennalið sitt í handknattleik úr keppni í N1-deild kvenna í vetur. Þetta var tilkynnt formlega í gær. 25. ágúst 2011 12:09 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Ólafur Arnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, segir félagið hafa verið í fullum rétti að ræða við Elísabetu Gunnarsdóttur fyrrum línumann Stjörnunnar. Stjarnan geti því ekki átt neitt sökótt við Framara. Líkt og greint var frá á Vísi í gær hefur kvennalið Stjörnunnar verið dregið úr keppni í efstu deild kvenna á komandi tímabili. Í yfirlýsingu frá Stjörnunni í gær kom meðal annars fram óánægja með íslensk félög í samskiptum við leikmenn Garðbæinga. „Við fögnum því í sjálfu sér, að önnur félög horfi til leikmanna Stjörnunnar þegar nauðsyn er á styrkingu viðkomandi liða, en ítrekum óánægju okkar með að sum félög skuli ekki virða lög og reglur HSÍ um samningsbundna leikmenn, sagði í yfirlýsingu frá Stjörnunni," segir í yfirlýsingunni. Elísabet Gunnarsdóttir, sem er uppalinn hjá Stjörnunni og hefur leikið með liðinu undanfarin ár, gekk nýverið til liðs við Fram. „Ég var í nákvæmlega sama rétti að ræða við Elísabetu og þeir voru að ræða við hana Stellu hjá mér. Félögin voru í nákvæmlega sama rétti," segir Ólafur Arnarsson formaður handknattleiksdeildar Fram. Báðir leikmenn hafi verið samningslausir. Ólafur segir Garðbæinga hafa rætt við Stellu Sigurðardóttur og verið í fullum rétti til þess. Stella samdi við Framara á nýjan leik fyrir skemmstu. „Þeir voru að tala við hana. Ég hef ekki lagt það í vana minn að ræða við samningsbundna leikmenn. Stjarnan bað um frið í karlaboltanum í fyrra og það var virt," segir Ólafur. Úr þeim orðum má lesa að Stjarnan hafi sýnt leikmönnum karlaliðs félagsins áhuga á síðasta tímabili. Ólafur segir vel mega vera að Elísabet hafi verið með munnlegt samkomulag við Stjörnuna. Það hafi hann þó ekki hugmynd um. „Það má vel vera að það hafi verið búið að gera munnlegt samkomulag við Elísabetu en það heldur ekki neinu. Mér er alveg frjálst að ræða við leikmenn þó það sé eitthvað munnlegt," segir Ólafur. Ólafur vísaði blaðamanni á heimasíðu HSÍ þar sem sjá mætti nákvæmlega hvaða leikmenn væru samningsbundnir félögum sínum og hverjir ekki. Ásmundur Jónsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni, neitaði í samtali við Vísi í dag að staðfesta hvaða félög Stjarnan væri ósátt við. Reglur HSÍ hefðu verið brottnar og félögin ættu að taka það til sín sem vissu upp á sig sökina.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Hanna Guðrún: Trúi þessu varla Landsliðskonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir segist varla trúa því að Stjarnan verði ekki með á næsta tímabili. Hún heyrði tíðindin á æfingu síðdegis í dag. 24. ágúst 2011 22:50 Stjarnan dregur kvennalið sitt í handknattleik úr keppni Stjarnan hefur dregið kvennalið sitt í efstu deild í handknattleik úr keppni á komandi tímabili. Handknattleiksdeild félagsins sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í kvöld. 24. ágúst 2011 20:33 Stjarnan rændi heilu handboltaliði frá okkur á einni nóttu Formaður handknattleiksráðs ÍBV, Magnús Bragason, segir útilokað að óánægja Stjörnunnar í garð annarra íslenskra félaga eigi við um ÍBV. 25. ágúst 2011 15:57 HSÍ harmar brotthvarf kvennaliðs Stjörnunnar Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir það slæmt að Stjarnan hafi ákveðið að draga kvennalið sitt í handknattleik úr keppni í N1-deild kvenna í vetur. Þetta var tilkynnt formlega í gær. 25. ágúst 2011 12:09 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Hanna Guðrún: Trúi þessu varla Landsliðskonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir segist varla trúa því að Stjarnan verði ekki með á næsta tímabili. Hún heyrði tíðindin á æfingu síðdegis í dag. 24. ágúst 2011 22:50
Stjarnan dregur kvennalið sitt í handknattleik úr keppni Stjarnan hefur dregið kvennalið sitt í efstu deild í handknattleik úr keppni á komandi tímabili. Handknattleiksdeild félagsins sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í kvöld. 24. ágúst 2011 20:33
Stjarnan rændi heilu handboltaliði frá okkur á einni nóttu Formaður handknattleiksráðs ÍBV, Magnús Bragason, segir útilokað að óánægja Stjörnunnar í garð annarra íslenskra félaga eigi við um ÍBV. 25. ágúst 2011 15:57
HSÍ harmar brotthvarf kvennaliðs Stjörnunnar Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir það slæmt að Stjarnan hafi ákveðið að draga kvennalið sitt í handknattleik úr keppni í N1-deild kvenna í vetur. Þetta var tilkynnt formlega í gær. 25. ágúst 2011 12:09