Mercedes ekki að afskrifa Schumacher 26. ágúst 2011 12:53 Michael Schumacher áritar fyrir áhorfendur á Spa brautinni. Mynd: Mercedes GP Nobert Haug hjá Mercedes segir að Schumacher geti enn komið á óvart í Formúlu 1, en hann hefur ekki unnið mót síðan hann hóf að keppa að nýju í fyrra. Schumacher náði besta tíma á æfingu á Spa brautinni í morgun, en reyndar háði það mörgum öðrum að rigning setti mark sitt á æfinguna og Schumacher náði besta tíma á þurri braut. Nico Rosberg liðsfélagi Schumacher var með næst besta tíma, en hann er ofar Schumacher í stigamóti ökumanna og var það í fyrra líka í lok mótaraðarinnar. Nokkur umræða hefur verið um misgóðan árangur Schumacher í mótum, en Haug hefur fulla trú á sínum manni, sem byrjaði að keppa í Formúlu 1 árið 1991, fyrir 20 árum síðan á Spa brautinni. Schumahcer hefur oft verið spurður hvort hann verði áfram hjá Mercedes á næsta ári, eins og samningur hans segir til um og hann hefur staðfest að svo verði. „Ef tölvugögn eru skoðuð og farið gegnum aksturstímanna að þá eru nokkur mót þar sem hann hefur verið á svipuðum hraða eða meiri en Nico", sagði Haug um akstur Schumacher í ár í frétt á autosport.com. „Hann er framúrskarandi í fyrstu hringjunum og það þarf góðan ökumann til að gera slíkt á reglubundinn hátt. Þetta er ekki tilviljun og engin hefur farið framúr fleiri bílum í fyrsta hring, þó það sé auðveldara að gera slíkt þegar þú ræsir af stað í áttunda eða tíunda sæti, en ef þú ert fremstur á ráslínu. Við höfum séð góða takta og andinn er til staðar." „Það gæti verið skrítið að segja það, en Michael getur komið á óvart, jafnvel eftir þennan tíma. Á meðan sumir afskrifa hann, þá munum við ekki gera þau mistök", sagði Haug og minntist á góða frammistöðu Schumacher í Kanada á þessu ári. Þá varð Schumacher í fjórða sæti. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Nobert Haug hjá Mercedes segir að Schumacher geti enn komið á óvart í Formúlu 1, en hann hefur ekki unnið mót síðan hann hóf að keppa að nýju í fyrra. Schumacher náði besta tíma á æfingu á Spa brautinni í morgun, en reyndar háði það mörgum öðrum að rigning setti mark sitt á æfinguna og Schumacher náði besta tíma á þurri braut. Nico Rosberg liðsfélagi Schumacher var með næst besta tíma, en hann er ofar Schumacher í stigamóti ökumanna og var það í fyrra líka í lok mótaraðarinnar. Nokkur umræða hefur verið um misgóðan árangur Schumacher í mótum, en Haug hefur fulla trú á sínum manni, sem byrjaði að keppa í Formúlu 1 árið 1991, fyrir 20 árum síðan á Spa brautinni. Schumahcer hefur oft verið spurður hvort hann verði áfram hjá Mercedes á næsta ári, eins og samningur hans segir til um og hann hefur staðfest að svo verði. „Ef tölvugögn eru skoðuð og farið gegnum aksturstímanna að þá eru nokkur mót þar sem hann hefur verið á svipuðum hraða eða meiri en Nico", sagði Haug um akstur Schumacher í ár í frétt á autosport.com. „Hann er framúrskarandi í fyrstu hringjunum og það þarf góðan ökumann til að gera slíkt á reglubundinn hátt. Þetta er ekki tilviljun og engin hefur farið framúr fleiri bílum í fyrsta hring, þó það sé auðveldara að gera slíkt þegar þú ræsir af stað í áttunda eða tíunda sæti, en ef þú ert fremstur á ráslínu. Við höfum séð góða takta og andinn er til staðar." „Það gæti verið skrítið að segja það, en Michael getur komið á óvart, jafnvel eftir þennan tíma. Á meðan sumir afskrifa hann, þá munum við ekki gera þau mistök", sagði Haug og minntist á góða frammistöðu Schumacher í Kanada á þessu ári. Þá varð Schumacher í fjórða sæti.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn