Af Hítará á Mýrum Karl Lúðvíksson skrifar 26. ágúst 2011 15:58 Hítaráin hefur í heildina verið nokkuð góð í sumar. Þó svo að laxinn hafi komið seinna en oft áður þá eru veiðitölur vel yfir meðaltali árinnar. Á hádegi í gær voru komnir af aðalsvæði Hítarár 512 laxar. Þetta er mjög ásættanleg niðurstaða, sér í lagi í ljósi þess að áin datt inn með seinni skipunum. Mest munar um hollin 21-27 júlí sem gerðu stórveiði, en þá skiluðu sér stærstu göngur sumarsins. Af veiðisvæðinu Hítará II sem inniheldur Grjótá, Tálma, og svæðið ofan Kattarfoss í Hítará, er það að frétta að til bókar hafa verið skráðir 215 laxar. Er þessi veiði að mestu tekin á tvær dagsstangir sem er frábær niðurstaða. Alls gerir þetta því 727 laxa veiði. Enn lifir dágóður tími veiðitímans og hvernig sem að haustveiðin fer, þá verður lokatalan góð þetta árið. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxveiði of erfið fyrir hjartað Veiði Fyrsta fluguveiðisumarið í Eldvatnsbotnum Veiði Bjartsýnn þrátt fyrir að Blanda sé mjög lituð Veiði
Hítaráin hefur í heildina verið nokkuð góð í sumar. Þó svo að laxinn hafi komið seinna en oft áður þá eru veiðitölur vel yfir meðaltali árinnar. Á hádegi í gær voru komnir af aðalsvæði Hítarár 512 laxar. Þetta er mjög ásættanleg niðurstaða, sér í lagi í ljósi þess að áin datt inn með seinni skipunum. Mest munar um hollin 21-27 júlí sem gerðu stórveiði, en þá skiluðu sér stærstu göngur sumarsins. Af veiðisvæðinu Hítará II sem inniheldur Grjótá, Tálma, og svæðið ofan Kattarfoss í Hítará, er það að frétta að til bókar hafa verið skráðir 215 laxar. Er þessi veiði að mestu tekin á tvær dagsstangir sem er frábær niðurstaða. Alls gerir þetta því 727 laxa veiði. Enn lifir dágóður tími veiðitímans og hvernig sem að haustveiðin fer, þá verður lokatalan góð þetta árið. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Laxveiði of erfið fyrir hjartað Veiði Fyrsta fluguveiðisumarið í Eldvatnsbotnum Veiði Bjartsýnn þrátt fyrir að Blanda sé mjög lituð Veiði