Bolt þjófstartaði og féll úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. ágúst 2011 11:54 Usain Bolt trúði ekki sínum eigin augum í morgun. Nordic Photos / Getty Images Jamaíkumaðurinn Usain Bolt var dæmdur úr leik í úrslitum 100 m hlaups karla á HM í frjálsíþróttum í morgun fyrir þjófstart. Landi hans, Yohan Blake, fagnaði sigri á 9,92 sekúndum. Þetta er mikið áfall fyrir Bolt sem ætlaði sér sigur í greininni en hann átti titil að verja. Á HM í Berlín fyrir tveimur árum hljóp hann á 9,58 sekúndum og stórbætti þar með heimsmetið í greininni. Er það almennt talið eitt mesta afrek íþróttasögunnar. En Bolt vill sjálfsagt gleyma þessum degi sem fyrst. Hann fór einfaldlega of snemma af stað í ræsingunni og var umsvifalaust dæmdur úr leik, eins og reglurnar segja til um. Hans helstu keppinautar, þeir Asafa Powell og Tyson Gay, voru ekki með í dag vegna meiðsla og var Blake sá eini sem hljóp undir tíu sekúndum. Walter Dix frá Bandaríkjunum kom næstur á 10,08 sekúndum og Kim Collins, frá St. Kitts & Nevis, varð þriðji á 10,09. Bolt þarf nú að bíða þar til á Ólymíuleikunum í Lundúnum á næsta ári til að vinna sín næstu gullverðlaun á stórmóti. Erlendar Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sjá meira
Jamaíkumaðurinn Usain Bolt var dæmdur úr leik í úrslitum 100 m hlaups karla á HM í frjálsíþróttum í morgun fyrir þjófstart. Landi hans, Yohan Blake, fagnaði sigri á 9,92 sekúndum. Þetta er mikið áfall fyrir Bolt sem ætlaði sér sigur í greininni en hann átti titil að verja. Á HM í Berlín fyrir tveimur árum hljóp hann á 9,58 sekúndum og stórbætti þar með heimsmetið í greininni. Er það almennt talið eitt mesta afrek íþróttasögunnar. En Bolt vill sjálfsagt gleyma þessum degi sem fyrst. Hann fór einfaldlega of snemma af stað í ræsingunni og var umsvifalaust dæmdur úr leik, eins og reglurnar segja til um. Hans helstu keppinautar, þeir Asafa Powell og Tyson Gay, voru ekki með í dag vegna meiðsla og var Blake sá eini sem hljóp undir tíu sekúndum. Walter Dix frá Bandaríkjunum kom næstur á 10,08 sekúndum og Kim Collins, frá St. Kitts & Nevis, varð þriðji á 10,09. Bolt þarf nú að bíða þar til á Ólymíuleikunum í Lundúnum á næsta ári til að vinna sín næstu gullverðlaun á stórmóti.
Erlendar Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sjá meira