Kubica á réttri leið eftir síðustu aðgerðina 29. ágúst 2011 20:49 Robert Kubica vonast eftir því að komast í Formúlu 1 á ný. Mynd: LAT photographic/Andrew Ferraro/Renault F1 Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica slasaðist alvarlega í rallkeppni fyrir keppnistímabilið í Formúlu 1 og hefur verið í stöðugri endurhæfingu síðan. Hann fór um helgina í síðustu aðgerðina sem læknar ráðgera á honum. Renault liðið bíður þess hvort Kubica nær nægum styrk til að geta keppt aftur í Formúlu 1, en hann slasaðist alvarlega þegar vegrið gekk í gegnum bíl hans í rallkeppni á Ítalíu í vetur. Aðgerðin í gær var til að lagfæra hægri olnboga hans, en hann meiddist alvarleg á hægri hendi í óhappinu og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að aflima þyrfti hægri hönd hans. Aðgerðin heppnaðist fullkomlega í gær, en Kubica var fljótur til þegar hann vaknaði eftir aðgerðina og spurði strax hver úrslitin hefðu verið í Formúlu 1 mótinu á Spa brautinni í gær. Hann vill ólmur keppa á ný, þrátt fyrir óhappið sem hann upplifði. Möguleiki er á að hann keyri í ökuhermi Renault síðar á árinu, en mál hans tak mið af því hvernig líkamleg ásigkomulag hans verður. Nick Heidfeld tók sæti Kubica hjá Renault í vetur, en hann var leystur frá starfi ökumanns fyrir helgina og Bruno Senna tók sæti hans. Senna náði sjöunda sæti á ráslínu, en lauk keppni í þrettánda sæti, eftir slæm mistök í upphafi. Þá keyrði hann á annan ökumann skömmu eftir ræsingu og laskaði sinn bíl og Jamie Alguersuari varð að hætta keppni vegna atviksins. Formúla Íþróttir Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica slasaðist alvarlega í rallkeppni fyrir keppnistímabilið í Formúlu 1 og hefur verið í stöðugri endurhæfingu síðan. Hann fór um helgina í síðustu aðgerðina sem læknar ráðgera á honum. Renault liðið bíður þess hvort Kubica nær nægum styrk til að geta keppt aftur í Formúlu 1, en hann slasaðist alvarlega þegar vegrið gekk í gegnum bíl hans í rallkeppni á Ítalíu í vetur. Aðgerðin í gær var til að lagfæra hægri olnboga hans, en hann meiddist alvarleg á hægri hendi í óhappinu og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að aflima þyrfti hægri hönd hans. Aðgerðin heppnaðist fullkomlega í gær, en Kubica var fljótur til þegar hann vaknaði eftir aðgerðina og spurði strax hver úrslitin hefðu verið í Formúlu 1 mótinu á Spa brautinni í gær. Hann vill ólmur keppa á ný, þrátt fyrir óhappið sem hann upplifði. Möguleiki er á að hann keyri í ökuhermi Renault síðar á árinu, en mál hans tak mið af því hvernig líkamleg ásigkomulag hans verður. Nick Heidfeld tók sæti Kubica hjá Renault í vetur, en hann var leystur frá starfi ökumanns fyrir helgina og Bruno Senna tók sæti hans. Senna náði sjöunda sæti á ráslínu, en lauk keppni í þrettánda sæti, eftir slæm mistök í upphafi. Þá keyrði hann á annan ökumann skömmu eftir ræsingu og laskaði sinn bíl og Jamie Alguersuari varð að hætta keppni vegna atviksins.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira