Reiðir fuglar eru 140 milljarða virði 12. ágúst 2011 10:25 Rovio Mobile lítið finnskt fyrirtæki sem hannar leiki fyrir farsíma hefur dottið í lukkupottinn með leik sinn Reiðir fuglar (Angry Birds). Reiðir fuglar voru hannaðir fyrir snjallsíma og velgengni þeirra þýðir að finnska fyrirtækið er nú talið 1,2 milljarða dollara virði eða sem nemur tæpum 140 milljörðum kr. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að Rovio Mobile sé á höttunum eftir nýju hlutafé og samkvæmt því sé verðmæti fyrirtækisins áætlað vera fyrrgreind upphæð. Fyrr á árinu aflaði Rovio Mobile sér 42 milljóna dollara, eða hátt í 5 milljarða kr. og kom hluti þess fjár frá Niklas Zennström stofnanda Skype. Reiðir fuglar komu á markaðinn í fyrra og síðan þá hefur leiknum verið niðurhalað um 300 milljón sinnum á heimsvísu. Nýlega var hann einnig settur á netið í samstarfi við Google á slóðinni chrome.angrybirds.com. Í Bloomberg segir að þessi árangur sé ekki svo slæmur hjá fyrirtæki sem þrír stúdentar stofnuðu árið 2003. Í mars s.l. unnu 55 starfsmenn hjá Rovio Mobile. Meðal þeirra sem þykja líklegir sem fjárfestar í Rovio Mobile eru Disney, News Corp., Zynga og Electronic Arts Inc. Leikjavísir Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Rovio Mobile lítið finnskt fyrirtæki sem hannar leiki fyrir farsíma hefur dottið í lukkupottinn með leik sinn Reiðir fuglar (Angry Birds). Reiðir fuglar voru hannaðir fyrir snjallsíma og velgengni þeirra þýðir að finnska fyrirtækið er nú talið 1,2 milljarða dollara virði eða sem nemur tæpum 140 milljörðum kr. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að Rovio Mobile sé á höttunum eftir nýju hlutafé og samkvæmt því sé verðmæti fyrirtækisins áætlað vera fyrrgreind upphæð. Fyrr á árinu aflaði Rovio Mobile sér 42 milljóna dollara, eða hátt í 5 milljarða kr. og kom hluti þess fjár frá Niklas Zennström stofnanda Skype. Reiðir fuglar komu á markaðinn í fyrra og síðan þá hefur leiknum verið niðurhalað um 300 milljón sinnum á heimsvísu. Nýlega var hann einnig settur á netið í samstarfi við Google á slóðinni chrome.angrybirds.com. Í Bloomberg segir að þessi árangur sé ekki svo slæmur hjá fyrirtæki sem þrír stúdentar stofnuðu árið 2003. Í mars s.l. unnu 55 starfsmenn hjá Rovio Mobile. Meðal þeirra sem þykja líklegir sem fjárfestar í Rovio Mobile eru Disney, News Corp., Zynga og Electronic Arts Inc.
Leikjavísir Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira