Laxá í Dölum að hrökkva í gang Karl Lúðvíksson skrifar 17. ágúst 2011 15:43 Mynd af www.svfr.is Í gær veiddust 22 laxar í Dölunum en gott vatn er í ánni og lax tekinn að ganga. Þetta er með seinna móti, en kemur þó Dalamönnum ekki á óvart. Hollið sem var að ljúka veiðum var með tæpa 50 laxa á stangirnar sex. Þetta er væntanlega forsmekkurinn af því sem koma skal, því talsvert af laxi virðist vera að ganga í kjölfarið á stórstraumnum. Nú hefst maðkaveiði í Laxá, en eftir hádegi í dag er leyfilegt að brúka maðk ásamt flugunni. Má því búast við því að veiðitölur hækki mjög fyrir vestan. Öll svæði eru inni, og samkvæmt Árna Friðleifssyni þá virðist lax hafa dreift sér um alla á, og lax í flestum veiðistöðum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði
Í gær veiddust 22 laxar í Dölunum en gott vatn er í ánni og lax tekinn að ganga. Þetta er með seinna móti, en kemur þó Dalamönnum ekki á óvart. Hollið sem var að ljúka veiðum var með tæpa 50 laxa á stangirnar sex. Þetta er væntanlega forsmekkurinn af því sem koma skal, því talsvert af laxi virðist vera að ganga í kjölfarið á stórstraumnum. Nú hefst maðkaveiði í Laxá, en eftir hádegi í dag er leyfilegt að brúka maðk ásamt flugunni. Má því búast við því að veiðitölur hækki mjög fyrir vestan. Öll svæði eru inni, og samkvæmt Árna Friðleifssyni þá virðist lax hafa dreift sér um alla á, og lax í flestum veiðistöðum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði