Horner: Ekki stórslys að lenda í öðru sæti 2. ágúst 2011 08:09 Sebastian Vettel er með gott forskot í stigamóti ökumanna í Formúlu 1. AP mynd Sebastian Vettel jók forskot sitt í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 mótinu í Ungverjalandi á sunndaginn, þó hann landaði ekki sigri. Hann er með 85 stiga forskot á Mark Webber, en fjórir ökumenn eru í þéttum hnapp fyrir aftan Vettel. Enn eru átta mót eftir, en Formúlu 1 lið keppa næst á Spa brautinni í Belgíu í lok ágúst. Hléið er kærkomið fyrir starfsmenn keppnisliða, sem hafa ferðast víða um heim frá því í mars og taka nú sumarfrí. Red Bull er í forystu í keppni bílasmiða, á undan McLaren og Ferrari, en Red Bull hefur ekki tekist að vinna þrjú mót í röð og keppinautar liðsins hafa bætt sig frá upphafi tímabilsinns. „Það er lítill munur á milli liðanna þriggja í augnablikinu og Sebastian fer í sumarfrí eftir að hafa unnið sex mót, verið fjórum sinnum í öðru sæti og einu sinni í fjórða. Það eru hagstæð úrslit", sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull í frétt á autosport.com. „Við einbeitum okkur að því að vinna hvert og eitt einasta kappakstursmót. Í síðustu keppni var kapphlaupið við McLaren. Við erum í miðjum klíðum að framþróa bílinn og höfum lært okkar lexíu í síðustu tveimur mótum, sem kemur okkur að góðum notum í mótunum sem eru framundan." „Sebastian ók mjög vel (í Ungverjalandi). Hann vill sigra og er einbeittur og mun vera það áfram. Hann veit að þegar hann getur ekki unnið mót, á er ekki stórslys að lenda í öðru sæti", sagði Horner. Formúla Íþróttir Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel jók forskot sitt í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 mótinu í Ungverjalandi á sunndaginn, þó hann landaði ekki sigri. Hann er með 85 stiga forskot á Mark Webber, en fjórir ökumenn eru í þéttum hnapp fyrir aftan Vettel. Enn eru átta mót eftir, en Formúlu 1 lið keppa næst á Spa brautinni í Belgíu í lok ágúst. Hléið er kærkomið fyrir starfsmenn keppnisliða, sem hafa ferðast víða um heim frá því í mars og taka nú sumarfrí. Red Bull er í forystu í keppni bílasmiða, á undan McLaren og Ferrari, en Red Bull hefur ekki tekist að vinna þrjú mót í röð og keppinautar liðsins hafa bætt sig frá upphafi tímabilsinns. „Það er lítill munur á milli liðanna þriggja í augnablikinu og Sebastian fer í sumarfrí eftir að hafa unnið sex mót, verið fjórum sinnum í öðru sæti og einu sinni í fjórða. Það eru hagstæð úrslit", sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull í frétt á autosport.com. „Við einbeitum okkur að því að vinna hvert og eitt einasta kappakstursmót. Í síðustu keppni var kapphlaupið við McLaren. Við erum í miðjum klíðum að framþróa bílinn og höfum lært okkar lexíu í síðustu tveimur mótum, sem kemur okkur að góðum notum í mótunum sem eru framundan." „Sebastian ók mjög vel (í Ungverjalandi). Hann vill sigra og er einbeittur og mun vera það áfram. Hann veit að þegar hann getur ekki unnið mót, á er ekki stórslys að lenda í öðru sæti", sagði Horner.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira