Knattspyrnumenn á Ítalíu hóta verkfalli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2011 16:00 Tommasi fagnar marki í leik með Roma. Nordic Photos/AFP Leikmenn í Serie A hafa hótað því að fara í verkfall verði ekki gengið frá lausum endum í samkomulag þeirra við deildina. Tvisvar sinnum á síðustu leiktíð voru leikmenn nálægt því að fara í verkfall. Að sögn Damiano Tommasi, formanns ítölsku leikmannasamtakanna AIC, snýst málið um að ítalska Serie A deildin eigi eftir að skrifa undir samkomulag sem tókst með aðilunum á síðustu leiktíð. Samkomulagið, sem náðist á síðustu stundu og kom í veg fyrir verkfall leikmanna, snýr að mismunun leikmanna. Ítölsku félögin hafa oftar en ekki meinað þeim leikmönnum sem það vill ekki halda í herbúðum sínum að æfa með aðalliðinu. Það eru leikmenn afar ósáttir við. Það er sérstaklega algengt þegar leikmenn eiga innan við ár eftir af samningi sínum við félagið. Þá er síðasti möguleiki fyrir félögin að selja leikmennina áður en þeir fara á frjálsri sölu. „Ég hef heimsótt 90 prósent liðanna á undirbúningstímabilinu og það er er einhugur meðal leikmannanna,“ segir Tommasi sem spilaði á sínum tíma fyrir Roma og ítalska landsliðið. Að hans sögn skrifuðu AIC-samtökin undir samkomulagið á sínum tíma en ítalska deildin ekki. „Þeir segjast ítrekað ætla að ganga frá þessu en það er þessi litla undirskrift frá deildinni sem virðist ekki ætla að skila sér,“ sagði Tommasi. „Á síðustu leiktíð ákváðum við að stöðva ekki ítölsku deildina meðan þetta mál væri óleyst. En deildin mun ekki hefjast í ár ef ekki verið skrifað undir,“ sagði Tommasi. Fyrsta umferð Serie A á að fara fram helgina 27. - 28. ágúst. Ítalski boltinn Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Leikmenn í Serie A hafa hótað því að fara í verkfall verði ekki gengið frá lausum endum í samkomulag þeirra við deildina. Tvisvar sinnum á síðustu leiktíð voru leikmenn nálægt því að fara í verkfall. Að sögn Damiano Tommasi, formanns ítölsku leikmannasamtakanna AIC, snýst málið um að ítalska Serie A deildin eigi eftir að skrifa undir samkomulag sem tókst með aðilunum á síðustu leiktíð. Samkomulagið, sem náðist á síðustu stundu og kom í veg fyrir verkfall leikmanna, snýr að mismunun leikmanna. Ítölsku félögin hafa oftar en ekki meinað þeim leikmönnum sem það vill ekki halda í herbúðum sínum að æfa með aðalliðinu. Það eru leikmenn afar ósáttir við. Það er sérstaklega algengt þegar leikmenn eiga innan við ár eftir af samningi sínum við félagið. Þá er síðasti möguleiki fyrir félögin að selja leikmennina áður en þeir fara á frjálsri sölu. „Ég hef heimsótt 90 prósent liðanna á undirbúningstímabilinu og það er er einhugur meðal leikmannanna,“ segir Tommasi sem spilaði á sínum tíma fyrir Roma og ítalska landsliðið. Að hans sögn skrifuðu AIC-samtökin undir samkomulagið á sínum tíma en ítalska deildin ekki. „Þeir segjast ítrekað ætla að ganga frá þessu en það er þessi litla undirskrift frá deildinni sem virðist ekki ætla að skila sér,“ sagði Tommasi. „Á síðustu leiktíð ákváðum við að stöðva ekki ítölsku deildina meðan þetta mál væri óleyst. En deildin mun ekki hefjast í ár ef ekki verið skrifað undir,“ sagði Tommasi. Fyrsta umferð Serie A á að fara fram helgina 27. - 28. ágúst.
Ítalski boltinn Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira