Ásdís: Ég kem bara sterk inn í seinni hlutann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2011 06:00 Ásdís Hjálmsdóttir varð í fyrrakvöld fyrsti Íslendingurinn sem tryggir sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London 2012 þegar hún kastaði spjótinu 59,12 metra á Kastmóti ÍR. Ásdís var í viðtali hjá Ásgeiri Erlendssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Það hefur gengið á ýmsu hjá Ásdísi í sumar en hún náði þarna að tryggja sér sæti á HM í Daegu sem fram fer í lok mánaðarins og fékk síðan Ólympíusætið í bónus. „Ég fékk matareitrun og var frá út af henni í heilan mánuð. Svo átti ég erfitt með að fá mót. Ég hef verið að æfa hérna heima í hörku formi en hef ekki komist á nein mót. Ég var orðin svolítið stressuð enda stutt í að fresturinn myndi renna út. Það var því ágætt að þetta kláraðist," sagði Ásdís. „Fresturinn til að komast inn á Heimsmeistaramótið rennur út 15. ágúst og þetta var því orðið smá stress. Ég vissi alveg að ég á að geta kastað þetta langt og þetta átti ekki að vera nein spurning. Maður þarf samt alltaf smá heppni og það er ekkert búið að falla með mér í sumar. Ég kem bara sterk inn í seinni hlutann," sagði Ásdís. „Ég á nóg inni. Ég átti líka annað kast upp á 58 metra slétta og mér finnst ég eiga alveg helling inni. Ég vona að ég nái að kreista það út á endasprettinum í sumar," sagði Ásdís en mun keppa á Demantamóti í London um helgina. „Ég ætla bara að kasta vel. Við erum búin að vera einblína á nokkra hluti á æfingum og ég ætla að fara þangað og gera þá hluti vel. Ef ég geri það þá fer spjótið langt. Maður á ekki að vera að hugsa of mikið um vegalengdirnar þegar maður fer í svona mót. Ef maður kastar vel þá fer spjótið langt," sagði Ásdís að lokum en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Innlendar Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket „Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast“ Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir varð í fyrrakvöld fyrsti Íslendingurinn sem tryggir sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London 2012 þegar hún kastaði spjótinu 59,12 metra á Kastmóti ÍR. Ásdís var í viðtali hjá Ásgeiri Erlendssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Það hefur gengið á ýmsu hjá Ásdísi í sumar en hún náði þarna að tryggja sér sæti á HM í Daegu sem fram fer í lok mánaðarins og fékk síðan Ólympíusætið í bónus. „Ég fékk matareitrun og var frá út af henni í heilan mánuð. Svo átti ég erfitt með að fá mót. Ég hef verið að æfa hérna heima í hörku formi en hef ekki komist á nein mót. Ég var orðin svolítið stressuð enda stutt í að fresturinn myndi renna út. Það var því ágætt að þetta kláraðist," sagði Ásdís. „Fresturinn til að komast inn á Heimsmeistaramótið rennur út 15. ágúst og þetta var því orðið smá stress. Ég vissi alveg að ég á að geta kastað þetta langt og þetta átti ekki að vera nein spurning. Maður þarf samt alltaf smá heppni og það er ekkert búið að falla með mér í sumar. Ég kem bara sterk inn í seinni hlutann," sagði Ásdís. „Ég á nóg inni. Ég átti líka annað kast upp á 58 metra slétta og mér finnst ég eiga alveg helling inni. Ég vona að ég nái að kreista það út á endasprettinum í sumar," sagði Ásdís en mun keppa á Demantamóti í London um helgina. „Ég ætla bara að kasta vel. Við erum búin að vera einblína á nokkra hluti á æfingum og ég ætla að fara þangað og gera þá hluti vel. Ef ég geri það þá fer spjótið langt. Maður á ekki að vera að hugsa of mikið um vegalengdirnar þegar maður fer í svona mót. Ef maður kastar vel þá fer spjótið langt," sagði Ásdís að lokum en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Innlendar Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket „Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast“ Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira