Blanda gefur enn vel Karl Lúðvíksson skrifar 5. ágúst 2011 09:08 Mynd af www.lax-a.is Þrátt fyrir að lónið uppi á hálendi sé að fyllast er fantagóð veiði á svæðum eitt, tvö og þrjú í Blöndu. Við heyrðum af 2 veiðimönnum sem tóku 14 laxa á 2 dögum á svæðum 2 og 3 og eins af öðrum veiðimönnum sem einnig veiddu 1 – 3 laxa á einni vakt á svæði 2. Svæði 1 gefur enn vel og svo virðist sem spúna- og maðkabann á Breiðunni gefist vel því fiskur er lagstur víðsvegar í henni og eru menn að taka laxa út um allt þar. Eins hafa veiðst allnokkrir á flugu í Damminum, en sá staður hentar ágætlega til fluguveiða – mun betur margir virðast telja. Yfirfallið vofir yfir eins og svo oft áður – nýjasta spá gerir ráð fyrir því á laugardagskvöldið. Þangað til það brestur á má búast við feyknafjöri í Blöndu. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á Stangveiði Mest lesið Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Ein af flugunum sem ekki má gleyma Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði
Þrátt fyrir að lónið uppi á hálendi sé að fyllast er fantagóð veiði á svæðum eitt, tvö og þrjú í Blöndu. Við heyrðum af 2 veiðimönnum sem tóku 14 laxa á 2 dögum á svæðum 2 og 3 og eins af öðrum veiðimönnum sem einnig veiddu 1 – 3 laxa á einni vakt á svæði 2. Svæði 1 gefur enn vel og svo virðist sem spúna- og maðkabann á Breiðunni gefist vel því fiskur er lagstur víðsvegar í henni og eru menn að taka laxa út um allt þar. Eins hafa veiðst allnokkrir á flugu í Damminum, en sá staður hentar ágætlega til fluguveiða – mun betur margir virðast telja. Yfirfallið vofir yfir eins og svo oft áður – nýjasta spá gerir ráð fyrir því á laugardagskvöldið. Þangað til það brestur á má búast við feyknafjöri í Blöndu. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á
Stangveiði Mest lesið Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Ein af flugunum sem ekki má gleyma Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði