Stjarnan er í góðri stöðu í Pepsi-deild kvenna eftir 2-1 sigur á Val í toppslag deildarinnar í gær. Stjörnustúlkur lentu reyndar 1-0 undir í leiknum.
Með sigrinum náði Stjarnan fimm stiga forystu á toppi deildarinnar og verður að teljast ansi líklegt að sigurinn í gær hafi fleytt liðinu ansi nálægt Íslandsmeistaratitlinum.
Haraldur Guðjónsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á vellinum og tók þessar myndir.
