Handbolti

Anna Úrsúla hætt við Ungverjalandsdvöl - spilar með Val

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Mynd/Stefán
Ekkert verður af því að landsliðskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir gangi til liðs við ungverska handknattleiksliðið ÉTV-Érdi VSE. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals.

„Anna hélt utan undir lok síðasta mánaðar en þar sem forráðamönnum ungverska liðsins tókst ekki að standa við gefin loforð varð ekkert af því að gengið yrði frá félagaskiptum," segir á heimasíðu Vals.

Koma Önnu Úrsúlu er mikill styrkur fyrir Valskonur. Hún var valin besti leikmaður N1-deildar kvenna í handknattleik á síðustu leiktíð. Þá var hún í lykilhlutverki í landsliði Íslands sem tryggði sér sæti á HM í Brasilíu sem fram fer í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×