Hamilton og Button á McLaren stefna á sigur 31. júlí 2011 10:03 Lewis Hamilton á mótssvæðinu í Ungverjalandi. AP mynd: Bela Szandelszky Lewis Hamilton er annar á ráslínu í ungverska Formúlu 1 kappakstrinum í dag og Jenson Button þriðji, en báðir aka á McLaren. Þeir eru staðráðnir í að skáka Sebastian Vettel á Red Bull sem er fremstur á ráslinu, en mótið Ungverjalandi verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.40 í dag. Vettel er með 77 stiga forskot í stigamóti ökumanna, en níu mót eru enn eftir af keppnstímabilinu, en tíu þegar lokið. „Ég er mjög spenntur fyrir kappakstrinum og í ljósi þess að vel gekk á æfingum munum við leggja allt í sölurnar í að halda hraðanum sem við höfum sýnt. Við erum í slagnum og ef ég næ góðu starti þá getum við barist til sigurs", sagði Hamilton um mótið í dag. Hann vann síðustu keppni sem var í Þýskalandi, en Button féll úr leik. Button á möguleika á góðri ræsingu þar sem hann ræsir af stað fyrir aftan Vettel, en þeirra megin er meira grip á brautinnni. Í keppninni í Þýskalandi komst Hamilton framúr Mark Webber á Red Bull í ræsingunni. „Mér hefur ekki gengið vel í tímatökum og menn eiga erfitt um vik ef þeir eru aftar en í fyrstu fjórum sætunum. Það er því jákvætt að vera í stöðu til að stefna á sigur og það er það sem ég mun stefna á", sagði Button eftir tímatökuna í gær. Brautarlýsingu og tölfræði um Hungaroring brautina má finna á kappakstur.is. Formúla Íþróttir Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton er annar á ráslínu í ungverska Formúlu 1 kappakstrinum í dag og Jenson Button þriðji, en báðir aka á McLaren. Þeir eru staðráðnir í að skáka Sebastian Vettel á Red Bull sem er fremstur á ráslinu, en mótið Ungverjalandi verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.40 í dag. Vettel er með 77 stiga forskot í stigamóti ökumanna, en níu mót eru enn eftir af keppnstímabilinu, en tíu þegar lokið. „Ég er mjög spenntur fyrir kappakstrinum og í ljósi þess að vel gekk á æfingum munum við leggja allt í sölurnar í að halda hraðanum sem við höfum sýnt. Við erum í slagnum og ef ég næ góðu starti þá getum við barist til sigurs", sagði Hamilton um mótið í dag. Hann vann síðustu keppni sem var í Þýskalandi, en Button féll úr leik. Button á möguleika á góðri ræsingu þar sem hann ræsir af stað fyrir aftan Vettel, en þeirra megin er meira grip á brautinnni. Í keppninni í Þýskalandi komst Hamilton framúr Mark Webber á Red Bull í ræsingunni. „Mér hefur ekki gengið vel í tímatökum og menn eiga erfitt um vik ef þeir eru aftar en í fyrstu fjórum sætunum. Það er því jákvætt að vera í stöðu til að stefna á sigur og það er það sem ég mun stefna á", sagði Button eftir tímatökuna í gær. Brautarlýsingu og tölfræði um Hungaroring brautina má finna á kappakstur.is.
Formúla Íþróttir Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti