Stórlaxarnir láta á sér kræla fyrir norðan Karl Lúðvíksson skrifar 20. júlí 2011 14:45 Það er búið að setja í og landa nokkrum svona stórlöxum í Laxá í Aðaldal í sumar Í fyrradag 24 punda lax á Nesveiðum í Aðaldal. Talsvert er af laxi en hann er ákaflega tregur til töku og virðist köld norðanáttin hamla því að meira veiðist. Nokkrir laxar um tuttugu pundin hafa verið dregnir, nú síðast af Hólmavaðsstíflu í gærkveldi. Að auki hafa menn sett í tröll og tapað þeim eftir harðar lotur. Einn mjög stór sleit sveran taum í Presthyl í morgun. Hörðustu viðureignirnar síðustu daga hafa hins vegar verið á einnar stangar svæðinu sem kennt er við Tjörn. Þar missti danskur veiðimaður risalax fyrir þremur dögum eftir langa og harða baráttu. Sögðu vitni laxinn ekki hafa getað verið fjarri 30 punda skalanum. Í gærkveldi tapaðist svo annar í Símastreng eftir að reynt var að elta hann uppi á bát. Í miðri baráttu festi laxinn í botni og þurfti að sækja bát niður á Lönguflúð til að losa festuna. Fór svo að lokum að laxinn rétti úr öllum þremur krækjunum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Laxasetur opnar á Blönduós Veiði Norðurá komin í 65 laxa Veiði Góð opnun Laxár í Kjós Veiði Sjö laxar fyrsta daginn í Þverá Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði
Í fyrradag 24 punda lax á Nesveiðum í Aðaldal. Talsvert er af laxi en hann er ákaflega tregur til töku og virðist köld norðanáttin hamla því að meira veiðist. Nokkrir laxar um tuttugu pundin hafa verið dregnir, nú síðast af Hólmavaðsstíflu í gærkveldi. Að auki hafa menn sett í tröll og tapað þeim eftir harðar lotur. Einn mjög stór sleit sveran taum í Presthyl í morgun. Hörðustu viðureignirnar síðustu daga hafa hins vegar verið á einnar stangar svæðinu sem kennt er við Tjörn. Þar missti danskur veiðimaður risalax fyrir þremur dögum eftir langa og harða baráttu. Sögðu vitni laxinn ekki hafa getað verið fjarri 30 punda skalanum. Í gærkveldi tapaðist svo annar í Símastreng eftir að reynt var að elta hann uppi á bát. Í miðri baráttu festi laxinn í botni og þurfti að sækja bát niður á Lönguflúð til að losa festuna. Fór svo að lokum að laxinn rétti úr öllum þremur krækjunum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Laxasetur opnar á Blönduós Veiði Norðurá komin í 65 laxa Veiði Góð opnun Laxár í Kjós Veiði Sjö laxar fyrsta daginn í Þverá Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði