Elliðaárnar fullar af laxi Karl Lúðvíksson skrifar 21. júlí 2011 13:48 Vaskar konur við Elliðaárnar í morgun Mynd: Karl Lúðvíksson Konurnar í hópnum Kastað til bata voru við veiðar í Elliðaánum í morgun og luku veiðum núna klukkan 13:00. Það er óhætt að segja að veiðin hafi gengið vel því þær tóku kvótann og einhverja laxa í viðbót sem var sleppt aftur í ánna. Það er mikið af laxi í Elliðaánum og sem dæmi má nefna að Sjávarfossinn var fullur af laxi, eins var mikið af laxi í Móhyljunum, Teljarastreng, Ullarfossi, Arbæjarhyl, Hundasteinum og Hrauni. Líklega um 20-30 laxar á hverjum stað og allt er þetta blár og nýgengin lax. Breytingin á kvótanum í ánni var umdeildur á sínum tíma, en þegar árnar voru í mikilli lægð var talað um þetta sem ögurstund fyrir stofninn í ánni. Ef haldið yrði áfram á sömu braut yrði stofninn hreinlega veiddur upp! Friðunin var tekin í þeim skrefum að kvótinn var minnkaður í nokkrum skrefum í þá tvo laxa sem hann er í dag. Og ef þessi aukna laxgengd er afrakstur af því þá er engin ástæða til að breyta þessu aftur að margra mati. Það er frekar spurning um að taka upp kvóta í fleiri ám. Stangveiði Mest lesið Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Ein af flugunum sem ekki má gleyma Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði
Konurnar í hópnum Kastað til bata voru við veiðar í Elliðaánum í morgun og luku veiðum núna klukkan 13:00. Það er óhætt að segja að veiðin hafi gengið vel því þær tóku kvótann og einhverja laxa í viðbót sem var sleppt aftur í ánna. Það er mikið af laxi í Elliðaánum og sem dæmi má nefna að Sjávarfossinn var fullur af laxi, eins var mikið af laxi í Móhyljunum, Teljarastreng, Ullarfossi, Arbæjarhyl, Hundasteinum og Hrauni. Líklega um 20-30 laxar á hverjum stað og allt er þetta blár og nýgengin lax. Breytingin á kvótanum í ánni var umdeildur á sínum tíma, en þegar árnar voru í mikilli lægð var talað um þetta sem ögurstund fyrir stofninn í ánni. Ef haldið yrði áfram á sömu braut yrði stofninn hreinlega veiddur upp! Friðunin var tekin í þeim skrefum að kvótinn var minnkaður í nokkrum skrefum í þá tvo laxa sem hann er í dag. Og ef þessi aukna laxgengd er afrakstur af því þá er engin ástæða til að breyta þessu aftur að margra mati. Það er frekar spurning um að taka upp kvóta í fleiri ám.
Stangveiði Mest lesið Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Ein af flugunum sem ekki má gleyma Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði