Golf

Alfreð Brynjar: Við mættum bara í eins buxum

Kolbeinn Tumi Daðason í Leirunni skrifar
Alfreð Brynjar Kristinsson spilaði frábærlega í Leirunni í dag og endaði á sex undir pari. Alfreð og vinur hans Þórður Ingi voru saman í holli og skörtuðu samskonar bláum buxum.

„Það var ekkert að detta á fyrri níu en svo datt fullt niður á seinni níu. Góð tveggja til þriggja metra pútt sem ég var að setja ofan í," sagði Alfreð Brynjar.

Alfreð og Þórður klæddust samkonar buxum í Leirunni í gær og voru mjög áþekkir að öðru leyti í klæðaburði. Alfreð tók undir með blaðamanni að þetta snerist líka um klæðaburðinn.

„Já, það er dressið. Við erum svo góðir vinir við Þórður. Við þurftum ekki að láta hvorn annan vita. Við mættum bara eins."

Það gekk ekki alveg jafnvel hjá Þórði Inga í dag. Hann lauk leik á 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari.

„Nei, þetta var bara smá stress í byrjun," segir Þórður sem er með skýr markmið fyrir mótið.

„Vinna Alfreð í mótinu. Það er klárlega markmiðið. Tíu högg eru ekki neitt," sagði Þórður Ingi.

Alfreð segir ekki hægt að útiloka Þórð.

„Ef ég þekki hann rétt getur hann dottið í eitthvað zone þannig að maður getur aldrei lokað hann af," sagði Alfreð sem var ánægður með hringinn.

„Jú, ég er mjög sáttur. Fleiri pútt hefðu mátt detta. Þetta var mjög gott."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×