Meistarinn Vettel vill vinna á heimavelli 22. júlí 2011 08:40 Sebastian Vettel, heimsmeistarinn í Formúlu 1. Mynd: Getty Images/Mark Thompson/Red Bull Racing Formúlu 1 meistarinn Sebastain Vettel hjá Red Bull er með forystu í stigamóti ökumanna og keppir á í þýska kappakstrinum Nürburgring brautinni í Þýskalandi um helgina, en tvær æfingar fara fram í dag á brautinni. Vettel er með 80 stiga forskot á liðsfélaga sinn Mark Webber. „Eitt af markmiðum allra Formúlu 1 ökumanna er að vinna á heimavelli. Auðvitað gefur maður alltaf 100% í hlutina, en það er alltaf auka hvatning að vera á heimavelli", sagði Vettel í fréttatilkynningu fré Red Bull um keppni helgarinnar, en ýmist er keppt á Hockenheim brautinni eða Nürburgring í þýska kappakstrinum, en mótshald er annað hvert ár á Nürburgring. „Nürburgring er ein af betri brautunum og nútímaleg. Ég kann sérlega vel við kaflann frá Ford beygjunni að langri 180 gráðu beygju til hægri í dalnum. Þá er Warsteiner beygjan erfið og líka kröpp hægri beygja fyrir hana. Besti staðurinn til framúraksturs er NGK beygjan, sem er vandasöm vinstri-hægri beygja. „Þar er hægt að fara framúr með því að bremsa seint og niður í 100 km hraða. Það hljómar auðvelt, en er það ekki. Maður verður að halda sig frá köntunum, annars komast menn framúr þér aftur. Hæðirnar í Eifel héraðinu er sérstakar og veðrið getur breyst með leifturhraða, eins og um eldingu væri að ræða", sagði Vettel.Sjá brauarlýsingu frá Nürburgring Formúla Íþróttir Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Formúlu 1 meistarinn Sebastain Vettel hjá Red Bull er með forystu í stigamóti ökumanna og keppir á í þýska kappakstrinum Nürburgring brautinni í Þýskalandi um helgina, en tvær æfingar fara fram í dag á brautinni. Vettel er með 80 stiga forskot á liðsfélaga sinn Mark Webber. „Eitt af markmiðum allra Formúlu 1 ökumanna er að vinna á heimavelli. Auðvitað gefur maður alltaf 100% í hlutina, en það er alltaf auka hvatning að vera á heimavelli", sagði Vettel í fréttatilkynningu fré Red Bull um keppni helgarinnar, en ýmist er keppt á Hockenheim brautinni eða Nürburgring í þýska kappakstrinum, en mótshald er annað hvert ár á Nürburgring. „Nürburgring er ein af betri brautunum og nútímaleg. Ég kann sérlega vel við kaflann frá Ford beygjunni að langri 180 gráðu beygju til hægri í dalnum. Þá er Warsteiner beygjan erfið og líka kröpp hægri beygja fyrir hana. Besti staðurinn til framúraksturs er NGK beygjan, sem er vandasöm vinstri-hægri beygja. „Þar er hægt að fara framúr með því að bremsa seint og niður í 100 km hraða. Það hljómar auðvelt, en er það ekki. Maður verður að halda sig frá köntunum, annars komast menn framúr þér aftur. Hæðirnar í Eifel héraðinu er sérstakar og veðrið getur breyst með leifturhraða, eins og um eldingu væri að ræða", sagði Vettel.Sjá brauarlýsingu frá Nürburgring
Formúla Íþróttir Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira