50 laxar á land í síðasta holli í Hítará á Mýrum Karl Lúðvíksson skrifar 25. júlí 2011 09:19 Mynd af www.svfr.is Loksins er Hítará á Mýrum líkt og hún á að sér að vera. Miklar göngur hafa verið síðustu daga og veiðin frábær. 50 laxar veiddust í síðasta holli. Það fór eins og marga grunaði. Hítaráin er einfaldlega sein í gang eins og svo margar laxveiðiárnar á Vesturlandi þetta sumarið. Mjög sterkar göngur hafa verið undanfarna daga - og það á minnsta straum. Holl sem lauk veiðum í gærdag hafði 50 laxa á land og að sögn þeirra sem stóðu vaktina er mikill lax genginn. Ekki tók verra við hjá þeim sem hófu veiðar í gærdag því sautján laxar veiddust á síðdegisvaktinni. Reyndar hefur Hítará alla tíð verið upp á sitt besta í lok júlímánaðar, fyrir utan síðustu ár þar sem veiðin hefur færst óvenjulega framarlega. Nú er ástandið sem sagt eðlilegt og besti tíminn að ganga í garð. Þeir sem eiga veiðisvæðið Hítará II á næstunni geta farið að hlakka til, því umtalsverðar göngur hafa horfið upp á efri svæðin. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Ein af flugunum sem ekki má gleyma Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði
Loksins er Hítará á Mýrum líkt og hún á að sér að vera. Miklar göngur hafa verið síðustu daga og veiðin frábær. 50 laxar veiddust í síðasta holli. Það fór eins og marga grunaði. Hítaráin er einfaldlega sein í gang eins og svo margar laxveiðiárnar á Vesturlandi þetta sumarið. Mjög sterkar göngur hafa verið undanfarna daga - og það á minnsta straum. Holl sem lauk veiðum í gærdag hafði 50 laxa á land og að sögn þeirra sem stóðu vaktina er mikill lax genginn. Ekki tók verra við hjá þeim sem hófu veiðar í gærdag því sautján laxar veiddust á síðdegisvaktinni. Reyndar hefur Hítará alla tíð verið upp á sitt besta í lok júlímánaðar, fyrir utan síðustu ár þar sem veiðin hefur færst óvenjulega framarlega. Nú er ástandið sem sagt eðlilegt og besti tíminn að ganga í garð. Þeir sem eiga veiðisvæðið Hítará II á næstunni geta farið að hlakka til, því umtalsverðar göngur hafa horfið upp á efri svæðin. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Ein af flugunum sem ekki má gleyma Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði