Alonso vonar að velgengni McLaren hjálpi Ferrari 25. júlí 2011 13:08 Fernando Alonso á ráslínunni í Þýskalandi á sunnudaginn. AO mynd; Jens Meyers Fernando Alonso hjá Ferrari varð í öðru sæti í þýska kappakstrinum í gær á eftir Lewis Hamilton hjá McLaren. Hann vonast til þess að McLaren ökumennirnir taki stig af Sebastian Vettel hjá Red Bull í komandi mótum og það hjálpi honum að sækja á Vettel í stigamótinu. Aðspurður í frétt á autosport.com hvort hann ætti möguleika á titilinum sagði Alonso: „Staðan er svipuð og þetta verður erfitt. Ef þeir ljúka alltaf keppni í þriðja og fjórða sæti, þá nægir það þeim", sagði Alonso, en Mark Webber varð þriðji í gær og Vettel fjórði. „Ef það er sjéns að vinna titilinn þá þarf McLaren liðið að vera sterkt, af því þeir þurfa að komast á verðlaunapall og við þurfum að vera á undan þeim að auki. Vonandi getum við verið á verðlaunapallinum í Búdapest, án þess að Vettel verði þar", sagði Alonso, en keppt verður í Ungverjalandi um næstu helgi. Alonso var fjórði á ráslínu í Þýskalandi og var í hörkuslag um sigur við Hamilton og Webber, en varð að sætta sig við annað sætið. „Ég varð annar í Valencia, vann á Silverstone og varð annar hér. Þetta eru þrjár mismunandi brautir, þrjú mismunandi hitastig og þrjár uppstillingar á vél. Það sýnir þolgæði bílsins og hvað við höfum náð að þróa hann", sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari varð í öðru sæti í þýska kappakstrinum í gær á eftir Lewis Hamilton hjá McLaren. Hann vonast til þess að McLaren ökumennirnir taki stig af Sebastian Vettel hjá Red Bull í komandi mótum og það hjálpi honum að sækja á Vettel í stigamótinu. Aðspurður í frétt á autosport.com hvort hann ætti möguleika á titilinum sagði Alonso: „Staðan er svipuð og þetta verður erfitt. Ef þeir ljúka alltaf keppni í þriðja og fjórða sæti, þá nægir það þeim", sagði Alonso, en Mark Webber varð þriðji í gær og Vettel fjórði. „Ef það er sjéns að vinna titilinn þá þarf McLaren liðið að vera sterkt, af því þeir þurfa að komast á verðlaunapall og við þurfum að vera á undan þeim að auki. Vonandi getum við verið á verðlaunapallinum í Búdapest, án þess að Vettel verði þar", sagði Alonso, en keppt verður í Ungverjalandi um næstu helgi. Alonso var fjórði á ráslínu í Þýskalandi og var í hörkuslag um sigur við Hamilton og Webber, en varð að sætta sig við annað sætið. „Ég varð annar í Valencia, vann á Silverstone og varð annar hér. Þetta eru þrjár mismunandi brautir, þrjú mismunandi hitastig og þrjár uppstillingar á vél. Það sýnir þolgæði bílsins og hvað við höfum náð að þróa hann", sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti