Var í sms-sambandi við móður sína allan tímann 25. júlí 2011 21:30 Hjálparstarfsmenn fylgja ungmennum frá Útey. Mynd/AP „Mamma, segðu lögreglunni að flýta sér. Fólk er að deyja hérna!". Svo hljóðar fyrsta sms-skeytið sem hin sextán ára gamla Julie Bremnes sendi móður sinni frá Útey síðastliðinn föstudag. Öll sms-samskipti mæðranna hafa verið birt á vef Verdens Gang, en Julie faldi sig bak við kletta á eyjunni og komst þannig lífs af. Julie hringdi fyrst í móður sína og sagði henni að brjálaður maður væri að hleypa skotum af byssu, en mamma hennar bað hana að senda sér sms á fimm mínútna fresti svo hún gæti vitað að hún væri enn á lífi. Einn klukkutími og tuttugu mínútur liðu frá fyrsta skeyti Julie til mömmu sinnar, til þess síðasta.Sms-sendingarnar í heild sinni:Julie: „Mamma, segðu lögreglunni að flýta sér. Fólk er að deyja hérna!"Móðir hennar: „Ég er að vinna í því, Julie. Lögreglan er á leiðinni. Þorirðu að hringja í mig?"Julie: „Nei"Julie: „Segðu lögreglunni að það sé brjálaður maður hérna sem hleypur um og skýtur fólk"Julie: „Þau verða að flýta sér!"Móðir hennar: „Lögreglan veit það og þau hafa fengið margar tilkynningar. Þetta gengur ágætlega, Julie. Lögreglan er að hringja í okkur. Láttu okkur vita að þú sért á lífi á fimm mínútna fresti, gerðu það?"Julie: „Ok"Julie: „Við erum dauðhrædd!"Móðir hennar: „Ég skil það vel, stúlkan mín. Haltu þig í skjóli, ekki hreyfa þig neitt! Lögreglan er nú þegar á leiðinni, ef hún er ekki þegar komin! Sérðu slasaða eða dauða?"Julie: „Við erum í felum í klettunum meðfram ströndinni."Móðir hennar: „Gott! Á ég að biðja afa að koma og sækja þig þegar allt verður öruggt aftur? Við getum gert það."Julie: „Já"Móðir hennar: „Við höfum samband við afa undir eins."Julie: „Ég elska þig, þó svo ég gargi kannski stundum á þig :-*"Julie: „Og ég örvænti ekki, þó ég sé skíthrædd."Móðir hennar: „Ég veit það, stelpan mín. Okkur þykir líka ótrúlega vænt um þig! Heyrirðu ennþá skothvelli?"Julie: „Nei"Móðir hennar: „Hefurðu eitthvað heyrt frá hinum frá Troms? Afi er á leiðinni suður."Julie: „Lögreglan er hérna"Móðir hennar: „Maðurinn sem er að skjóta er víst klæddur í lögreglubúning. Farðu varlega! Hvað verður um þig núna?"Julie: „Við vitum það ekki"Móðir hennar: „Geturðu talað núna?"Julie: „Hann skýtur enn!"Móðir hennar: „Jørgen synti í land. Ég talaði við pabba hans."Móðir hennar: „Þetta er út um allt í fréttunum núna, öll athygli á Útey núna. Farðu varlega! Þegar þú getur, komdu þér á meginlandið og komdu með afa til Hamars."Julie: „Ég er enn á lífi."Móðir hennar: „Og guði sé lof fyrir það."Julie: „Við bíðum eftir að vera sótt af lögreglunni."Julie: „Við heyrðum skothvelli, svo við þorðum ekki að fara upp."Móðir hennar: „Gott! Þeir segja í sjónvarpinu að verið sé að flytja fólk af eyjunni núna."Julie: „Við vonum að við verðum sótt af einhverjum fljótt. Geta þau ekki náð honum bráðum?!!"Móðir hennar: „Hryðjuverkalögreglan er þarna, og þeir eru að vinna að því að ná honum."Julie: „OK"Móðir hennar: „Eigum við að reyna að kaupa flugmiða heim á morgun?"Julie: „Ég hef ekki tíma til að hugsa um það núna."Móðir hennar: „Ég skil það"Julie: „Veistu eitthvað hvort þeir hafi náð honum?"Móðir hennar: „Ég læt þig vita, stelpan mín. Við fylgjumst stanslaust með sjónvarpinu."Móðir hennar: „Hæ, ertu þarna?"Julie: „Já, þyrlurnar eru að fljúga í kringum okkur."Móðir hennar: „Hafa þeir þá komið auga á þig?"Julie: „Þeir eru að leita að fólki í vatninu, það er ekki búið að ná í okkur ennþá!"Julie: „Hvað segja fréttirnar?"Móðir hennar: „Lögreglan er líka farin á bát til Úteyjar, annars ekkert nýtt. Það er ekki komið í ljós með manninn sem skaut, svo haltu þér í ró. Bíddu eftir að einhver sækji þig."Móðir hennar: „Nú hafa þeir tekið hann!" Hægt er að nálgast frekari umfjöllun og lesa skeytasendingarnar á norsku á vef Verdens Gang. Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
„Mamma, segðu lögreglunni að flýta sér. Fólk er að deyja hérna!". Svo hljóðar fyrsta sms-skeytið sem hin sextán ára gamla Julie Bremnes sendi móður sinni frá Útey síðastliðinn föstudag. Öll sms-samskipti mæðranna hafa verið birt á vef Verdens Gang, en Julie faldi sig bak við kletta á eyjunni og komst þannig lífs af. Julie hringdi fyrst í móður sína og sagði henni að brjálaður maður væri að hleypa skotum af byssu, en mamma hennar bað hana að senda sér sms á fimm mínútna fresti svo hún gæti vitað að hún væri enn á lífi. Einn klukkutími og tuttugu mínútur liðu frá fyrsta skeyti Julie til mömmu sinnar, til þess síðasta.Sms-sendingarnar í heild sinni:Julie: „Mamma, segðu lögreglunni að flýta sér. Fólk er að deyja hérna!"Móðir hennar: „Ég er að vinna í því, Julie. Lögreglan er á leiðinni. Þorirðu að hringja í mig?"Julie: „Nei"Julie: „Segðu lögreglunni að það sé brjálaður maður hérna sem hleypur um og skýtur fólk"Julie: „Þau verða að flýta sér!"Móðir hennar: „Lögreglan veit það og þau hafa fengið margar tilkynningar. Þetta gengur ágætlega, Julie. Lögreglan er að hringja í okkur. Láttu okkur vita að þú sért á lífi á fimm mínútna fresti, gerðu það?"Julie: „Ok"Julie: „Við erum dauðhrædd!"Móðir hennar: „Ég skil það vel, stúlkan mín. Haltu þig í skjóli, ekki hreyfa þig neitt! Lögreglan er nú þegar á leiðinni, ef hún er ekki þegar komin! Sérðu slasaða eða dauða?"Julie: „Við erum í felum í klettunum meðfram ströndinni."Móðir hennar: „Gott! Á ég að biðja afa að koma og sækja þig þegar allt verður öruggt aftur? Við getum gert það."Julie: „Já"Móðir hennar: „Við höfum samband við afa undir eins."Julie: „Ég elska þig, þó svo ég gargi kannski stundum á þig :-*"Julie: „Og ég örvænti ekki, þó ég sé skíthrædd."Móðir hennar: „Ég veit það, stelpan mín. Okkur þykir líka ótrúlega vænt um þig! Heyrirðu ennþá skothvelli?"Julie: „Nei"Móðir hennar: „Hefurðu eitthvað heyrt frá hinum frá Troms? Afi er á leiðinni suður."Julie: „Lögreglan er hérna"Móðir hennar: „Maðurinn sem er að skjóta er víst klæddur í lögreglubúning. Farðu varlega! Hvað verður um þig núna?"Julie: „Við vitum það ekki"Móðir hennar: „Geturðu talað núna?"Julie: „Hann skýtur enn!"Móðir hennar: „Jørgen synti í land. Ég talaði við pabba hans."Móðir hennar: „Þetta er út um allt í fréttunum núna, öll athygli á Útey núna. Farðu varlega! Þegar þú getur, komdu þér á meginlandið og komdu með afa til Hamars."Julie: „Ég er enn á lífi."Móðir hennar: „Og guði sé lof fyrir það."Julie: „Við bíðum eftir að vera sótt af lögreglunni."Julie: „Við heyrðum skothvelli, svo við þorðum ekki að fara upp."Móðir hennar: „Gott! Þeir segja í sjónvarpinu að verið sé að flytja fólk af eyjunni núna."Julie: „Við vonum að við verðum sótt af einhverjum fljótt. Geta þau ekki náð honum bráðum?!!"Móðir hennar: „Hryðjuverkalögreglan er þarna, og þeir eru að vinna að því að ná honum."Julie: „OK"Móðir hennar: „Eigum við að reyna að kaupa flugmiða heim á morgun?"Julie: „Ég hef ekki tíma til að hugsa um það núna."Móðir hennar: „Ég skil það"Julie: „Veistu eitthvað hvort þeir hafi náð honum?"Móðir hennar: „Ég læt þig vita, stelpan mín. Við fylgjumst stanslaust með sjónvarpinu."Móðir hennar: „Hæ, ertu þarna?"Julie: „Já, þyrlurnar eru að fljúga í kringum okkur."Móðir hennar: „Hafa þeir þá komið auga á þig?"Julie: „Þeir eru að leita að fólki í vatninu, það er ekki búið að ná í okkur ennþá!"Julie: „Hvað segja fréttirnar?"Móðir hennar: „Lögreglan er líka farin á bát til Úteyjar, annars ekkert nýtt. Það er ekki komið í ljós með manninn sem skaut, svo haltu þér í ró. Bíddu eftir að einhver sækji þig."Móðir hennar: „Nú hafa þeir tekið hann!" Hægt er að nálgast frekari umfjöllun og lesa skeytasendingarnar á norsku á vef Verdens Gang.
Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira