Mokveiðin heldur áfram í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 26. júlí 2011 10:17 Lúðvík Marínó og Elvar með laxa úr Elliðaánum í gær Mynd: Jóhann K. Jóhannsson Það er mikið líf við Elliðaárnar og það fengum við hjá Veiðivísi að sjá í gær. Ég ásamt Jóa félaga mínum og sonum okkar áttum eina stöng eftir hádegi. Það verður að segjast að miðað við hvað ég hef oft veitt árnar man ég ekki eftir öðrum eins fjölda af laxi í ánni og það var eiginlega alveg sama við hvaða hyl þú stoppaðir. Það var alls staðar lax! Við tókum kvótann sem er tveir laxar á rétt 5 mínútum við Kerlingaflúðir. Tvö rennsli, fjórir maðkar og málið var dautt. Þá var maðkagræjunum pakkað saman og flugugræjurnar gerðar klárar. Á svæðinu frá Teljarastreng sáum við laxa á öllum stöðum en sérstaklega mikið af laxi var í Hleinatagli og í öllum holum upp að göngubrúnni fyrir neðan Rafstöðvarheimilið. Þar fyrir ofan voru laxar í Helluvaði, Seiðkatli, Selfossi og allsstaðar þarna á milli voru laxar á milli steina.Jóhann með flugulax úr KistunumVið skelltum okkur uppá frísvæðið fyrir ofan Hraun og þar náðum við einum og misstum annan í Kistunum og það var mikið af laxi á þessum stöðum en hann var ekkert sérstaklega tökuglaður. Það var töluverður litur í ánni í lygnari hyljunum og skyggnið lítið. Það hefur líklega haft mikil áhrif. Það voru laxar í Langhyl, Heyvaði, Mjóddunum, Kistunum, Sporðhyljunum svo eitthvað sé nefnt. Eini staðurinn sem við sáum ekki lax á fyrir ofan Hraun var Símastrengur. Borgarstjórafoss var líka fullur af laxi en erfitt við hann að eiga þar sem liggur því nú má ekki renna maðki í hann. Hitchið var mikið notað og tókum við tvo laxa úr Stórhyl á hitch og settum í nokkra aðra víðar um ánna sem héngu ekki á. Þið sem eigið daga framundan í ánni eigið eftir að skemmta ykkur konunglega, það er nóg af laxi og áin í góðu vatni. Stangveiði Mest lesið Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Veiði Áhrif jakaflóða á laxveiðiár Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Veiðiskóli SVAK hefst á sunnudaginn Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Lönduðu 43 löxum og misstu líklega 50 í Þverá í Borgarfirði Veiði Pistill: Stórvirk kvíaeldi hafa varanlega eyðilagt margar ár Veiði Breytingar hjá SVFR á Laxárdalssvæðinu Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði
Það er mikið líf við Elliðaárnar og það fengum við hjá Veiðivísi að sjá í gær. Ég ásamt Jóa félaga mínum og sonum okkar áttum eina stöng eftir hádegi. Það verður að segjast að miðað við hvað ég hef oft veitt árnar man ég ekki eftir öðrum eins fjölda af laxi í ánni og það var eiginlega alveg sama við hvaða hyl þú stoppaðir. Það var alls staðar lax! Við tókum kvótann sem er tveir laxar á rétt 5 mínútum við Kerlingaflúðir. Tvö rennsli, fjórir maðkar og málið var dautt. Þá var maðkagræjunum pakkað saman og flugugræjurnar gerðar klárar. Á svæðinu frá Teljarastreng sáum við laxa á öllum stöðum en sérstaklega mikið af laxi var í Hleinatagli og í öllum holum upp að göngubrúnni fyrir neðan Rafstöðvarheimilið. Þar fyrir ofan voru laxar í Helluvaði, Seiðkatli, Selfossi og allsstaðar þarna á milli voru laxar á milli steina.Jóhann með flugulax úr KistunumVið skelltum okkur uppá frísvæðið fyrir ofan Hraun og þar náðum við einum og misstum annan í Kistunum og það var mikið af laxi á þessum stöðum en hann var ekkert sérstaklega tökuglaður. Það var töluverður litur í ánni í lygnari hyljunum og skyggnið lítið. Það hefur líklega haft mikil áhrif. Það voru laxar í Langhyl, Heyvaði, Mjóddunum, Kistunum, Sporðhyljunum svo eitthvað sé nefnt. Eini staðurinn sem við sáum ekki lax á fyrir ofan Hraun var Símastrengur. Borgarstjórafoss var líka fullur af laxi en erfitt við hann að eiga þar sem liggur því nú má ekki renna maðki í hann. Hitchið var mikið notað og tókum við tvo laxa úr Stórhyl á hitch og settum í nokkra aðra víðar um ánna sem héngu ekki á. Þið sem eigið daga framundan í ánni eigið eftir að skemmta ykkur konunglega, það er nóg af laxi og áin í góðu vatni.
Stangveiði Mest lesið Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Veiði Áhrif jakaflóða á laxveiðiár Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Veiðiskóli SVAK hefst á sunnudaginn Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Lönduðu 43 löxum og misstu líklega 50 í Þverá í Borgarfirði Veiði Pistill: Stórvirk kvíaeldi hafa varanlega eyðilagt margar ár Veiði Breytingar hjá SVFR á Laxárdalssvæðinu Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði