Ferrari í sóknarhug í næstu mótum 26. júlí 2011 17:09 Fernando Alonso á ferð á Ferrari. AP mynd: Petr David Josek Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari Formúlu 1 liðsins þarf að finna leið til að Fernando Alonso geti sótt á stigaforskot Sebastian Vettel í stigakeppni ökumanna. Alonso hefur í þremur síðustu mótum náði í annað sætið í tvígang og unnið eitt mót. Alonso er 86 stigum á eftri Vettel, þegar 9 mótum er ólikið á keppnistímabilinu. „Það er ljóst að við verðum að sækja í hverju móti. Því fleiri ökumenn sem verða í baráttunni á toppnum, þess auðveldara verður að minnka muninn. Eins og er þá er bilið mikið", sagði Domenicali í frétt á autosport.com í dag. Alonso varð í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton í þýska kappakstrinum á sunnudaginn á Nürburgring, en hann vann mótið á undan á Silverstone brautinni í Bretlandi. Domenicali var ánægður með að Ferrari bíllinn virkaði ágætlega þó kalt væri í veðri í Þýskalandi, en vandamál hefur verið að koma hita í dekkin hjá Ferrari í mörgum mótum. „Ég er ánægður að í tveimur síðustu mótum hefur Fernando náð í flest stig allra og það þýðir að við erum á réttum stað. Seinni hluti mótsins verður áhugaverður fyrir okkur. Ég tel að Red Bull sé sterkasta liðið, en McLaren sýndi styrk sinn og ég vanmet ekki keppinautanna." Ferrari keppir í Ungverjalandi í um næstu helgi og mun halda áfram að þróa bílinn í næstu mótum til að keppa við McLaren og Red Bull í stigaslag ökumanna og bílasmiða. Formúla Íþróttir Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari Formúlu 1 liðsins þarf að finna leið til að Fernando Alonso geti sótt á stigaforskot Sebastian Vettel í stigakeppni ökumanna. Alonso hefur í þremur síðustu mótum náði í annað sætið í tvígang og unnið eitt mót. Alonso er 86 stigum á eftri Vettel, þegar 9 mótum er ólikið á keppnistímabilinu. „Það er ljóst að við verðum að sækja í hverju móti. Því fleiri ökumenn sem verða í baráttunni á toppnum, þess auðveldara verður að minnka muninn. Eins og er þá er bilið mikið", sagði Domenicali í frétt á autosport.com í dag. Alonso varð í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton í þýska kappakstrinum á sunnudaginn á Nürburgring, en hann vann mótið á undan á Silverstone brautinni í Bretlandi. Domenicali var ánægður með að Ferrari bíllinn virkaði ágætlega þó kalt væri í veðri í Þýskalandi, en vandamál hefur verið að koma hita í dekkin hjá Ferrari í mörgum mótum. „Ég er ánægður að í tveimur síðustu mótum hefur Fernando náð í flest stig allra og það þýðir að við erum á réttum stað. Seinni hluti mótsins verður áhugaverður fyrir okkur. Ég tel að Red Bull sé sterkasta liðið, en McLaren sýndi styrk sinn og ég vanmet ekki keppinautanna." Ferrari keppir í Ungverjalandi í um næstu helgi og mun halda áfram að þróa bílinn í næstu mótum til að keppa við McLaren og Red Bull í stigaslag ökumanna og bílasmiða.
Formúla Íþróttir Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira