Valskonur unnu 4-0 sigur á Fylki í Pepsi-deild kvenna í kvöld og minnkuðu með því forskot Stjörnunnar á toppnum í tvö stig. Toppliðin mætast síðan í sannkölluðum stórleik í næstu umferð. Breiðablik tók fimmta sætið af Fylki með 3-2 sigri á KR í Kópavogi. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði í sínum fyrsta leik með Val eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Kristín ýr Bjarnadóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleiknum en fór síðan út fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur í seinni hálfleik. Hólmfríður var að leika sinn fyrsta leik með Val og innsiglaði sigurinn eftir laglega sendingu frá Laufeyju Ólafsdóttur sem átti afbragðsleik á miðjunni.
Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði tvö mörk og Fanndís Friðriksdóttir var með eitt mark þegar Breiðablik vann 3-2 sigur á KR. Blikar náðu tvisvar tveggja marka forystu, KR-konur minnkuðu muninn í bæði skiptin aftur í eitt mark en tókst ekki að jafna leikinn.
Upplýsingar um markaskorar eru fengnar af vefsíðunni fótbolti.net
Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:
Valur-Fylkir 4-0
1-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (19.), 2-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (28.), 3-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (36.), 4-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (86.)
Afturelding-ÍBV 2-1
1-0 Vaila Barsley, 1-1 Vesna Smiljkovic, 2-1 Íris Dóra Snorradóttir
Breiðablik-KR 3-2
1-0 Fanndís Friðriksdóttir (32.), 2-0 Greta Mjöll Samúelsdóttir (58.), 2-1 Sonja Björk Jóhannsdóttir (65.), 3-1 Greta Mjöll Samúelsdóttir (75.), 3-2 Berglind Bjarnadóttir (77.)
