Golf

Donald tryggði sér 100 milljónir kr. með öruggum sigri í Skotlandi

Luke Donald sigraði með nokkrum yfirburðum á opna skoska meistaramótinu í golfi á Evrópumótaröðinni sem lauk í dag.
Luke Donald sigraði með nokkrum yfirburðum á opna skoska meistaramótinu í golfi á Evrópumótaröðinni sem lauk í dag. Nordic Photos/Getty Images
Luke Donald sigraði með nokkrum yfirburðum á opna skoska meistaramótinu í golfi á Evrópumótaröðinni sem lauk í dag. Enski kylfingurinn hefur nú sigrað á þremur atvinnumótum á þessu ári en hann er í efsta sæti heimslistans og til alls líklegur á opna breska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn. Donald lék samtals á -19 en hann lék lokahringinn á 63 höggum, eða -9, og gerði engin mistök.

Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni í febrúar og í maí sigraði hann á BMW-meistaramótinu á hinum sögufræga Wentworth golfvelli. Hinn 33 ára gamli Donald var fjórum höggum betri en Svíinn Fredrik Andersson Hed sem lék besta hring mótsins í dag en hann lék á 62 höggum eða – 10. Andersson Hed rétt náði að komast í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi og hann náði því að bæta stöðu sína gríðarlega með frábærum lokahring.

Donald hefur aldrei leikið á betra skori á Evrópumótaröðinni en hann lék í skoskum „tartan" buxum en það gerði hann til þess að heiðra föður sinn sem er fæddur í Skotlandi

Eins og áður segir hefst opna breska meistaramótið á fimmtudaginn á Sandwich vellinum en Donald hefur aldrei sigrað á stórmóti. Keppnishaldið fór úr skorðum í Skotlandi þar sem að gríðarleg úrkoma var á öðrum keppnisdegi mótsins. Mótsstjórnin tók ákvörðun um að stytta mótið í 54 holur. Fyrir sigurinn fékk Donald um 100 milljónir kr.

Donald náði að auka forskot sitt í efsta sæti heimslistans þar sem að landi hans Lee Westwood endaði í 14. sæti en hann er annar á heimslistanum.

Scott Jamieson, nýliði á mótaröðinni, náði að tryggja sér keppnisrétt á opna breska meistaramótiun með því að ná þriðja sætinu á þessu móti. Hann setti niður pútt á lokaholunni fyrir fugli sem tryggði honum farseðil á opna breska.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×