Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Karl Lúðvíksson skrifar 11. júlí 2011 10:02 Mynd af www.svak.is Fyrsti lax sumarsins úr Mýrarkvísl veiddist fyrir um viku og tveir aðrir veiddust í gær. Tóku þeir í gilinu og reyndust báðir vera um 7 pund. Veiðimennirnir sem náðu þeim sáu líka tvo aðra risavaxna laxa, bláa og að því er virtist nýgengna, á ekta góðum stað þar sem mjög auðvelt var að kasta flugunni fyrir þá. Var það reynt lengi vel án þess að nokkuð gerðist og að lokum var ormurinn látinn renna til þeirra. Eftir drykklanga stund festist maðkurinn í öðrum "laxanna" og á land kom blágrár ruslapoki þessum vönu veiðimönnum til mikilla vonbrigða. Talsvert hefur að venju veiðst af ágætum urriða í Mýrarkvísl það sem af er sumri. Birt með góðfúslegu leyfi SVAK Stangveiði Mest lesið Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Ágætis byrjun í Elliðavatni Veiði Tuttugu punda maríulax úr Víðidalsá Veiði Sama veiði og 10. júlí í fyrra Veiði Laxá á Ásum með flesta laxa á stöng Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Nýtt eintak af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Pollrólegir en pirraðir þegar hákarl stal fisknum Veiði Veiðimenn mjög ósáttir við fyrirkomulag um rjúpnaveiðar Veiði
Fyrsti lax sumarsins úr Mýrarkvísl veiddist fyrir um viku og tveir aðrir veiddust í gær. Tóku þeir í gilinu og reyndust báðir vera um 7 pund. Veiðimennirnir sem náðu þeim sáu líka tvo aðra risavaxna laxa, bláa og að því er virtist nýgengna, á ekta góðum stað þar sem mjög auðvelt var að kasta flugunni fyrir þá. Var það reynt lengi vel án þess að nokkuð gerðist og að lokum var ormurinn látinn renna til þeirra. Eftir drykklanga stund festist maðkurinn í öðrum "laxanna" og á land kom blágrár ruslapoki þessum vönu veiðimönnum til mikilla vonbrigða. Talsvert hefur að venju veiðst af ágætum urriða í Mýrarkvísl það sem af er sumri. Birt með góðfúslegu leyfi SVAK
Stangveiði Mest lesið Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Ágætis byrjun í Elliðavatni Veiði Tuttugu punda maríulax úr Víðidalsá Veiði Sama veiði og 10. júlí í fyrra Veiði Laxá á Ásum með flesta laxa á stöng Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Nýtt eintak af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Pollrólegir en pirraðir þegar hákarl stal fisknum Veiði Veiðimenn mjög ósáttir við fyrirkomulag um rjúpnaveiðar Veiði