Svalbarðsá komin í 37 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 11. júlí 2011 10:04 Agnes Viggósdóttir með fallegan lax úr Svalbarðsá Mynd af www.hreggnasi.is Á hádegi í dag laugardaginn 9. júlí, höfðu veiðst 37 laxar í Svalbarðsá, en veiði hófst þar 1 júli. Á mynd er Agnes Viggósdóttir með glæsilegan 12 punda hæng úr einum besta stað í ánni, Forseta. Laxinn tók rauðan Francis með gullkrók #12. Nú bíða menn eftir fleiri fréttum af norðurlandi en lítið hefur frést annað en frábær veiði undanfarið í Selá. Minna fréttist af Hofsá. En það er vel þekkt að Hafralónsá, Sandá, Svalbarðsá, Jökla, svo að aðeins nokkrar ár frá þessum landshluta séu nefndar, eru yfirleitt seinni til en árnar fyrir sunnan. Og nú þegar talað er um að allt sé 1-2 vikum seinna á ferðinni er spurning hvenær fyrstu stóru göngurnar mæta í árnar fyrir norðan. Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði
Á hádegi í dag laugardaginn 9. júlí, höfðu veiðst 37 laxar í Svalbarðsá, en veiði hófst þar 1 júli. Á mynd er Agnes Viggósdóttir með glæsilegan 12 punda hæng úr einum besta stað í ánni, Forseta. Laxinn tók rauðan Francis með gullkrók #12. Nú bíða menn eftir fleiri fréttum af norðurlandi en lítið hefur frést annað en frábær veiði undanfarið í Selá. Minna fréttist af Hofsá. En það er vel þekkt að Hafralónsá, Sandá, Svalbarðsá, Jökla, svo að aðeins nokkrar ár frá þessum landshluta séu nefndar, eru yfirleitt seinni til en árnar fyrir sunnan. Og nú þegar talað er um að allt sé 1-2 vikum seinna á ferðinni er spurning hvenær fyrstu stóru göngurnar mæta í árnar fyrir norðan.
Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði