Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út 11. júlí 2011 15:42 Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út. Í fréttabréfinu er meðal annars fjallað um aðalfund Landssambands veiðifélaga sem var haldinn dagana 10. - 11. júní sl. Aðalfundurinn var vel sóttur en hann sátu 39 fulltrúar frá 41 veiðifélagi víðsvegar að af landinu, auk stjórnar og gesta. Á aðalfundinum fjölluðu þeir Stefán Már Stefánsson, prófessor, og Eyvindur G. Gunnarsson, dósent, við Lagadeild Háskóla Íslands um skilgreiningu, markmið og starfsemi veiðifélaga. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar flutti erindi um stofnerfðafræðirannsóknir á löxum. Fram kom að hérlendis virðast vera tveir meginstofnar laxa sem skiptast í marga undirstofna. Þá virðist verulegur erfðafræðilegur munur á íslenskum laxi og laxastofnum nágrannalandanna. Hér er linkur á fréttabréfið: https://angling.is/is/landssamband-vf/frettabref-lv/ Stangveiði Mest lesið Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Nýtt eintak af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Pollrólegir en pirraðir þegar hákarl stal fisknum Veiði Veiðimenn mjög ósáttir við fyrirkomulag um rjúpnaveiðar Veiði Hausthængarnir í Stóru Laxá Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði Tilboð á stökum degi í Langá Veiði
Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út. Í fréttabréfinu er meðal annars fjallað um aðalfund Landssambands veiðifélaga sem var haldinn dagana 10. - 11. júní sl. Aðalfundurinn var vel sóttur en hann sátu 39 fulltrúar frá 41 veiðifélagi víðsvegar að af landinu, auk stjórnar og gesta. Á aðalfundinum fjölluðu þeir Stefán Már Stefánsson, prófessor, og Eyvindur G. Gunnarsson, dósent, við Lagadeild Háskóla Íslands um skilgreiningu, markmið og starfsemi veiðifélaga. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar flutti erindi um stofnerfðafræðirannsóknir á löxum. Fram kom að hérlendis virðast vera tveir meginstofnar laxa sem skiptast í marga undirstofna. Þá virðist verulegur erfðafræðilegur munur á íslenskum laxi og laxastofnum nágrannalandanna. Hér er linkur á fréttabréfið: https://angling.is/is/landssamband-vf/frettabref-lv/
Stangveiði Mest lesið Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Nýtt eintak af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Pollrólegir en pirraðir þegar hákarl stal fisknum Veiði Veiðimenn mjög ósáttir við fyrirkomulag um rjúpnaveiðar Veiði Hausthængarnir í Stóru Laxá Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði Tilboð á stökum degi í Langá Veiði